Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Endurfundir

Eftir tæplega 7 vikna aðskilnað sameinumst við á ný á föstudaginn. Lengi vel var ekki vitað hvað amaði að honum. Hann gekkst undir margar flóknar skoðanir og rannsóknir. Hér stóðu menn á gati og vissu ekki neitt. Samt tóku þeir 40.000 kr. fyrir. Ekki var hægt að una því að 600.000 kr. bíl væri bara hent rétt sí svona á haugana svo að lokum var ákveðið að flytja hann suður til Reykjavíkur með fluttningabíl. Á verkstæðinu hjá umboðsaðilum "Pusjó" fannst sundurtættur vír sem kom í veg fyrir að rafmagnið kæmist inn á kerfið og hann hrykki í gang.
Syngibjörg er að vonum kát og glöð eftir 7 vikna bílleysi. Þó manni finnist gaman að hjóla og fara ferða sinna fótgangandi þá er nauðsynlegt að eiga eitt svona farartæki. Stuttar ferðir um firðina hér í kring hafa farið fyrir lítið og ferðalög í borgina orðin flókin og kostnaðarsöm.
Gleðin er því við völd hér og nú sem endranær.

9 Comments:

  • At 29/8/07 9:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju!! :-)

     
  • At 29/8/07 11:22 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Jibbí, til lukku með endurfundina. Eigi telst gott án ökutækis að vera til langframa..

     
  • At 29/8/07 11:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ...sem sé franskir Pusjóar og vestfirskir bifvélavirkjar er mix sem ber að forðast?

     
  • At 30/8/07 1:10 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk Jóna og meðalmaður.
    Sveinn...eins og heitan eld....

     
  • At 30/8/07 4:30 f.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    TIl hamingju með að hafa endurheimt fararskjótann:)

     
  • At 30/8/07 8:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    frábært! og hvað kostaði svo þetta ævintýraferðalag bílsins?

     
  • At 30/8/07 9:59 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    baun; það er von þú spyrjir en mér telst til að ég þurfi að punga út í kringum 80.000 fyrir allt heila klabbið, tvö verkstæði og flutning.

     
  • At 30/8/07 10:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott að allt endaði vel þrátt fyrir peningaútlát. En segðu mér, dugar svona sætur pusjú í vestfirskum vetri? Kveðja frá snjólausum stað. Hornafirði

     
  • At 30/8/07 10:56 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Hornfirðingur; já því hér eru vetur ekki svo snjóþungir lengur. Menn hafa ekki skýringu á því heldur eru voða glaðir. Lenti einu sinni í að þurfa að bíða hér heima hjá mér sl. vetur vegna þess að það var ekki búið að moka.

     

Skrifa ummæli

<< Home