Fyrsti skóladagurinn
Í bítið í morgun þegar skógurinn skartaði sínu fegursta héldu þessi systkin af stað í áttina að strætóskýlinu. Þetta var merkisdagur í lífi Snáðans.
Fyrsti skóladagurinn.
Stóra systir hélt í hendina á honum, valdi sæti í rútunni og passaði upp á að hann spennti beltið.
Fyrir framan skólann var mikið um að vera því 7. bekkur var að fara í skólabúðir.
Einhvernveginn varð Snáðinn oggu ponku lítill með allan þennan skara fyrir aftan sig
og af myndinni að dæma líst hinum svona mátulega á þetta.
Eftir skóla spurði ég hvað hann hefði nú gert þennan fyrsta dag í.
Uhhh sagð´hann.....við vorum að teikna............og lita........ og æfa okku.....svo kom með svona vonsviknum tóni í röddinni.......en við lærðum ekkert að lesa......"dæs".
Þannig er að hann hefur ekkert verið að velta þessu fyrir sér að byrja í skóla
og eiginlega verið mjög áhugalaus um þetta málefni.
Samt sem áður hafa svona ýmiss fræ tekið sér bólfestu í huga hans um hvað skólaganga snúist eiginlega um og kom í ljós í dag að í hans huga fer maður í skóla til að læra að lesa.
Ég gat þó sannfært hann um að þetta væri nú bara byrjunin
og fljótt færu þau að glíma við lesturinn.
Já, ég vona það því þá þarftu ekki að lesa fyrir mig á kvöldin lengur, ég geri það bara sjálfur.
9 Comments:
At 27/8/07 11:10 e.h., Hildigunnur said…
til hamingju með litla snáða :-D Minn var voða stoltur að vera ekki lengur í yngsta bekknum...
At 28/8/07 9:54 f.h., Harpa Jónsdóttir said…
Til hamingju með drenginn - þetta er stór áfangi!
At 28/8/07 12:38 e.h., Nafnlaus said…
Jú, þetta er mikill áfangi. Til lukku með snáðann. Guðlaug Hestnes
At 28/8/07 12:49 e.h., Syngibjörg said…
Takk, takk....:O)
At 28/8/07 1:05 e.h., Ameríkufari segir fréttir said…
Til hamingju með fallegan skólastrák. Þetta líður svo fljótt!!!
At 28/8/07 3:01 e.h., Harpa Jónsdóttir said…
OG til hamingju með þessa flottu stórusystur líka!
At 28/8/07 7:28 e.h., Nafnlaus said…
Hrikalega er þetta krúttlegt :-)
Bestu kveðjur, Jóna
At 28/8/07 10:01 e.h., Nafnlaus said…
vona að öll hans skólaganga verði mörkuð gæfusporum:)
At 28/8/07 10:42 e.h., Nafnlaus said…
Bara sæt systkin :-) til lukku
Kv.Bryndís Baldv.
Skrifa ummæli
<< Home