Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, ágúst 09, 2007

Kanaríferð Skógarbúa

Með 39 stiga hita, bullandi hálsbólgu og beinverki vaknaði ég eldsnemma til að koma liðinu á lappir. Við vorum á leið til Kanarí -í frí , jíbbí, fyrir alla nema mig.
Ég bruddi íbúfen í morgunmat (og alla aðra morgna þessarar ferðar) til að slá á þennan mjög svo óvelkomna ferðafélaga.
Eins og blogglesendum er kunnugt hafði Snáðinn farið og verslað evrur í bankanum hér á Ísafirði og var því vígreifur og glaður með peninginn sinn í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann vildi eyða peningum í allt sem hann sá og fannst hann vera ríkasti maður heims. Mórðirin vildi nú hafa einhverja skynsemi í þessu og reyndi að stýra kaupum Snáðans í þá átt.






Á þessri mynd, sem var með þeim fyrstu sem við tókum á nýju myndavélina, sést nýja úrið sem hann keypti sér. Þannig er að Snáðinn spyr hvað klukkan er í tíma og ótíma. Nú erum við laus undan þeim spurningum en í staðinn er alltaf verið að segja okkur hvað klukkan er:O)





Þarna bíða Rokkarinn, Ponsí og Snáðinn eftir að töskurnar komi á flugvellinum í Fuerteventura. Bak við þau sést í auglýsingu frá dýragarðinum sem við fórum í nokkrum dögum seinna.


Vikuna áður en við komum hafði gengið hitabylgja yfir eyjuna. Hún var í rénum daginn sem við komum og var hitastigið úti aðeins 35° C!! Þegar við vorum að ganga í áttina að rútunni með allar okkar töskur og pinkla heyrðist Snáðinn segja sína fleygu setningu, "mamma, mér er svo sveitt". Rútan var með þeirri allra slöppustu loftkælingu sem um getur og sátum við í henni henni, aumingjans íslendingarnir, allir rauðir og sveittir í framan í svitaklístruðum flíkum. Hótelið var bara fínt þó ekki væri í því loftkæling. Við vorum í 2ja herbergja íbúð með góðum rúmum, notabene, en baðherbergi sem lyktaði miður illa. Held að spánverjarnir hafi ekki gert sér grein fyrir að það er búið að finna upp hlut sem heitir vatnslás. Allavega var engann að sjá hvorki á klósettinu sjálfu né vaskinum. Þegar búið var að kanna staðarhætti inni ætlaði móðirin að fara út á svalir en endaði með hurðarhúninn í hendinni og hlæjandi börn spyrjandi hvort ég sé búin að eyðileggja svalirnar!!!! Börnin voru fljót að fara úr öllum fötunum og fara í sundfötin í staðinn. Lýk þessum fyrsta hluta með mynd af þeim á leið út í sundlaug en á meðan lagði ég mig því áhrif verkjataflanna höfðu gufað upp í hitanum og líðanin orðin óbærileg.

3 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home