Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Dagur 2 í sumarfríi




Hvern morgunn sátum við úti á svölunum og borðuðum morgunmat.
Daginn eftir að við komum héldum við í Baku, vatnleikjagarðinn sem var hinumegin við hótelið.



Hér eru allir orðnir klárir í slaginn við vatnið og rauða kælitaskan frá Glitni kom sér vel í hitanum sem stóð í 31°C þennan dag. Sólaráburður var settur á fólk í stórum stíl til að koma í veg fyrir sólbruna, en samt náði Rokkarinn að brenna á bakinu.
Snáðanum fannst þessi rennibraut lang skemmtilegust og fékkst ekki til að prófa neina aðra.


Í gegnum allan garðinn rann "Á" og fannst Ponsí mjög notalegt að sitja á þessum kút og dóla sér.


Æi hvað það er gott að láta sólina skína á sig.
Snáðinn kann að láta sér líða vel.
Garðurinn lokaði klukkan 6 og höfðum við þá buslað í heila 6 tíma.
Við vorum orðin frekar svöng og röltum heim á leið og hlökkuðum til að fara í bæinn og labba niður"Laugarveginn" eins og aðalgata Fuerteventura er kölluð af Íslendingunum.
Heilsan var ögn skárri enda íbúfenið ekki langt utan seilingar og brutt reglulega.
Við urðum ekki fyrir vonbrigðum með matinn enda eins gott því maturinn sem við fengum kvöldið áður var sá versti sem við höfðum smakkað. Gerðum þau regin misktök að fá okkur að borða í "sjoppunni" hjá hótelinu. Þurrar franskar og hamborgari með kjötfarsi er ekki beint girnilegt en vegna svengdar var þessu hespað niður með miklu magni af kóki.
Segi söguna af heimsókninni á Logo Poko á morgun.








6 Comments:

  • At 16/8/07 9:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ohh, svona vatnsleikjagarðar eru æði, þó við höfum sleppt Aquafàn í þessari Ítalíuferð.

    Þið hafið svo greinilega gert eins og við, núllstillt bragðlaukana fyrsta daginn... :D

     
  • At 16/8/07 10:27 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    já algerlega þvílíkur vibbi maður. Manni dettu ekki í hug að á ferðamannastöðum sem þessum sé annað í boði en ætur matur. Merkilegt.

     
  • At 17/8/07 8:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hvar eru myndirnar af þér, sæta mín?!

    Ég hef einu sinni borðað kjötfarsborgara, það var í Tékklandi á ferðalagi með Háskólakórnum og næst á dagskrá var skoðunarferð í bjórverksmiðju! Ég gubbaði!!!

     
  • At 18/8/07 1:39 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Falleg börn í sól! Yndislegt.

     
  • At 18/8/07 1:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    það hefur nú verið töluvert verk fyrir þig að bera á liðið...gaman að sjá myndirnar:)

     
  • At 18/8/07 3:44 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Skemmtilegar myndir og aftur segi ég að það er gaman að sjá börnin þín. Þeim líður vel, það er ekki annað að sjá:)
    Hlakka til að lesa meira.

     

Skrifa ummæli

<< Home