hamurinn
Ég er í ham og er að nýta hann til verka sem ég hef trassað svo lengi að ég er farin að pirrast óeðlilega mikið út í sjálfa mig. Vopnuð Corona bjór og smá snakki réðst ég á bunkann sem ég var búin að setja á borðstofuborðið. Nýji gatarinn kom að fínu gagni og stóð sig mjög vel við að setja göt á blöðin sem fóru inn í möppurnar. Framvegis SKAL mér takast að setja reikninga og þess háttar strax í möppuna. Og þið hugsið........hún er nú bjartsýn þessi........en það er bara allt í lagi, bjartsýni spillir nú aldrei fyrir eða hvað??
Og í tvær möppur fóru öll blöðin og bjórinn rann ljúflega með.
Næst var að fylla út í yfirlitsdagatalið sem ég keypti fyrr í dag í Bókhlöðunni. Þegar maður kennir í 3ur skólum, stundar einn skóla sjálf og hefur 2 börn hjá sér aðra hvora viku þá er svo margt sem er að gerast. Hvenær er vetrarfrí? hvenær eru foreldradagar? hvenær eru tónleikar? hvenær æfir kórinn um helgar? hvenær fer ég út í skólann? hvernig raðast þetta allt upp? Þetta yfirlits dagatal er alger snilld. Svo á morgun er ætlunin að taka vinnuherbergið og umturna því í nothæfa, kósý vistarveru þar sem ég get gengið að öllum nótnabókunum og ljósritunum á sínum stað auk alls hins sem þvælist fyrir manni dags daglega og á aldrei neitt pláss heldur endar alltaf í haugum. Ég er alveg skoppandi kát yfir að hafa fengið þennan ham. Gerist allt allt of sjaldan.
Og í tvær möppur fóru öll blöðin og bjórinn rann ljúflega með.
Næst var að fylla út í yfirlitsdagatalið sem ég keypti fyrr í dag í Bókhlöðunni. Þegar maður kennir í 3ur skólum, stundar einn skóla sjálf og hefur 2 börn hjá sér aðra hvora viku þá er svo margt sem er að gerast. Hvenær er vetrarfrí? hvenær eru foreldradagar? hvenær eru tónleikar? hvenær æfir kórinn um helgar? hvenær fer ég út í skólann? hvernig raðast þetta allt upp? Þetta yfirlits dagatal er alger snilld. Svo á morgun er ætlunin að taka vinnuherbergið og umturna því í nothæfa, kósý vistarveru þar sem ég get gengið að öllum nótnabókunum og ljósritunum á sínum stað auk alls hins sem þvælist fyrir manni dags daglega og á aldrei neitt pláss heldur endar alltaf í haugum. Ég er alveg skoppandi kát yfir að hafa fengið þennan ham. Gerist allt allt of sjaldan.
9 Comments:
At 7/9/07 9:01 e.h., Nafnlaus said…
Sko mína!
At 7/9/07 9:19 e.h., Nafnlaus said…
Bravó, er með þér í anda með smá glott á vör.( dagatalið er absolut nauðsyn, sammála) Er búin að starfa sem undirleikari sama kórsins í 33 ár og fylgir því mikil nótnaeign. Er eiginlega með safn. Gekk í það fyrir skömmu að sortéra allt, en samt.... þurfti að finna nótur á dögunum. Þær voru í síðasta kassanum. Hafir þú fundið góða lausn, blessuð deildu henni! Please,ég er nefnilega enn með glott á vör!!! Guðlaug Hestnes
At 8/9/07 1:27 e.h., Halldís said…
ég er aftur búin að gleyma emailinu þínu! nenniru að senda mér póst á halldiso2@gmail.com. Verðum að fara að ákveða óperuferð og svona!
xxx Halldís
At 8/9/07 2:10 e.h., Nafnlaus said…
oohhh, mig vantar svo skipulasgáfu, hef enga! geturðu ekki gefið mér smásneið af þinni?
At 8/9/07 2:53 e.h., Harpa Jónsdóttir said…
Glæsilegt!
At 8/9/07 2:55 e.h., Ameríkufari segir fréttir said…
Dugleg ert þú. Ég er með svona skipulagsdagatal og það er voða þægilegt og svo finnst mér svo gaman að fylla út í það:)
At 9/9/07 12:08 f.h., Meðalmaðurinn said…
Svo það ert þá þú sem stalst hamnum mínum! Vona að ég nái honum bara af þér á morgun...
At 9/9/07 1:40 e.h., Syngibjörg said…
híhí meðalmaður....... já gjörðu svo vel-búin að nota hann eða svo gott sem
Baun: jájá elskan mín skal alveg gefa þér smá, sælla er að gefa en þiggja.....
blómakona; blogga brát um þetta í máli og myndum
ameríkufari; einmitt það sem mér finnst skemmtilegast við svona dagatöl er að fylla það út.
halldís, mail on the way to you
At 9/9/07 3:09 e.h., Nafnlaus said…
Æ, ég reyndi að koma upp svona skipulagsdagatali fyrir okkur en held að ég hafi lagt aðeins of mikið upp úr fallegu útliti á því á kostnað gæðanna. Það er bara pláss til að skrifa einn hlut fyrir hvern dag og fíni gullpenninn minn sést voða illa á fína brúna glanspappírnum. Hvernig eru svona alvöru dagatöl?!
Skrifa ummæli
<< Home