Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, september 05, 2007

Kjálkabrjótur

Hef ekkert að segja en samt er fullt að gerast

skrítið þegar hausinn verður tómur

en allt samt á bilandi blússi

ég tygg tyggjó

og verð aum í kjálkanum

verð alltaf manísk við tyggjó tugg

eins og ég geti einhvernvegin flýtt fyrir hlutunum

með því að tyggja hraðar

dáist að fólki sem getur haft tyggjó í munninum

án þess að tyggja það með áfergju

heldur grípur til þess svona endrum og eins

en geymir það innan í munninum svona pent

furðulegt

ég er ekki pen þegar ég er með tyggjó

heldur er eins og óþreyjufullur unglingur

er núna með Extra með melónubragði

frekar væmið

og ég get ekki búið til almennilega kúlu

er nefnilega bara með eitt upp í mér

sko eina plötu

..............hana

farið í ruslið

oj

ætla að bursta í mér tennurnar

8 Comments:

  • At 5/9/07 6:07 e.h., Blogger Blinda said…

    Einu sinni varð mér á að sjá mig útundan mér í spegli þegar ég var að tyggja tyggjó.

    Nú orðið set ég ekki upp í mig tyggjó, nema rétt til þess að hreinsa munninn og svo puff...út fer það.

    Leit út eins og fáráður.

     
  • At 5/9/07 7:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ég nota eiginlega aldrei tyggjó. Finnst það eiginlega strax orðið vont og á í vandræðum með að losa mig við það.

    Aldrei þessu vant á ég samt einmitt lakkrísExtra núna :D

     
  • At 5/9/07 9:29 e.h., Blogger Guðlaug said…

    Ég bít alltaf einhversstaðar í munninn innanverðan með tuggu. Er hætt, og lærði aldrei að blása kúlu þrátt fyrir bleikt kúlutyggjó. Var þó nokkuð sleip í að teygja það langt út og hringa því upp á fingurinn! Mamma sagði bara OJ!

     
  • At 5/9/07 11:06 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    ...gott ljóð, er enn að reyna að ná dýptinni í því..

     
  • At 6/9/07 9:08 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    þetta finnst mér fyndin færsla Syngibjörg snillingur:D

     
  • At 6/9/07 11:12 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Hvað varð annars um Hemúlinn, hvarf hann allt í einu af yfirborðinu? Bara komnar einhverjar bílatryggingar á síðuna hans!

     
  • At 7/9/07 1:56 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Meðalmaður: hef einmitt undarað mig á þeesu með Hemúlinn. Held þetta eigi að vera einhver húmor hjá honum.
    Ertu annars búin að ná dýptinni í "ljóðinu"??

     
  • At 7/9/07 3:56 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Mér finnst tyggjó gott og tygg það oft en ég er víst talin óþolandi með tyggjó þannig að nú orðið tygg ég það þegar ég er ein og yfirgefin:)
    Flott færsla.

     

Skrifa ummæli

<< Home