Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, september 16, 2007

Handa-vinna

Með borvélina , hamarinn og skrúfjárnið að vopni réðst ég loksins í það í gær að setja upp rúllugardínurnar í herbergi barnanna. Þau hafa kvartað sáran yfir birtunni þegar þau eru að fara að sofa og það sé ekki "kósý" hjá þeim í herberginu. Það kom samt ekki í veg fyrir að Snáðinn skreið upp í til mín klukkan 7 í morgunn og byrjaði að tala um skólann sinn. Ég gat stunið upp að það væri enn MJÖG snemma morguns og það sunnudagsmorgunn í þokkabót en hann lét það sem vind um eyru þjóta og hélt áfram spjallinu þar til morgunsjónvarpið byrjaði. Ég fyrirgaf honum þetta rúm rusk þegar hann afhenti mér hróðugur myndina sem hann málaði áðan og sagði að hún væri handa mér.

Í mörg ár var ég alltaf með eitthvað á prjónunum. Af ástæðum sem bæði eru flóknar og leiðinlegar hætti ég þessari iðju. Löngunin dó. Núna í breyttum aðstæðum dúkkar þessi löngun upp aftur. Ég fór því í gær niður í Bókhlöðu og keypti mér undurfallegt prjónablað -Lopi- og er þegar komin með áætlanir um peysuprjón á komandi vetri. Það er nefnilega ekkert eins notalegt og að sitja upp í sófa með teppi yfir sér, hlusta á góða tónlist, jafnvel með gott kaffi í bolla og prjóna. Eftir fyrsta búskapinn eignaðist ég forláta kistu sem þáverandi maður hafði smíðað og er hún full af lopa og öðru garni. Það hefur legið þar óhreyft í nokkur ár. Í dag er ætlunin að fara í gegnum þetta og skoða hvað er til. Mér líður því núna eins og barni á jólunum sem getur ekki beðið eftir því að opna pakkana.

11 Comments:

  • At 16/9/07 2:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Frábært hjá þér :-)

     
  • At 16/9/07 5:32 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Mæli eindregið með þessu!

     
  • At 16/9/07 6:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Blessuð og sæl Ingibjörg mín

    Ég rakst á bloggið þitt núna um helgina, svo langt síðan ég hef séð þig eða heyrt af þér og varð nú aðeins að kasta á þig kveðju hérna. Gaman að sjá hvað það fer vel um þig á Ísafirði:-) Við vorum að flytja til Amsterdam, og ég er komin með blogg á organia.blog.is ef þig langar að kíkja.

    Bestu kveðjur frá Arngerði, Elmari og Alvildu Eyvöru

     
  • At 17/9/07 1:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    það er gott að prjóna:)

     
  • At 17/9/07 2:05 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Tilhlökkunin þín náði út fyrir bloggið og ég fann fyrir henni, skemmtu þér vel og njóttu prjónanna.

     
  • At 17/9/07 9:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hammara með ammara mín kæra og prjónana líka. fyrsti Tumatíminn var í morgun, voða gaman og svona.... verum í bandi...(ps er ekki búin að redda Boyesen ennþá...)

     
  • At 17/9/07 10:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þú ert greinilega alveg hamslaus kollegi! Njóttu. Guðlaug Hestnes

     
  • At 18/9/07 12:49 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    takk öll sömul:O)
    er hálfnuð með búk á lopapeysu.

    kommentaði hjá þér í dag Arngerður og set þig svo inn á linkanan mína.

     
  • At 18/9/07 11:51 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    HÆ gamla!!!!!
    Það var leiðinlegt að finna ekki tíma til að hittast almennilega þegar ég var fyrir vestan um daginn... en svona er tíminn... hann flýgur... skipuleggjum hitting næst og ekkert múður.
    Skemmtilegt blogg sem ég fann hérna og gangi þér vel í prjónaskapnum

     
  • At 18/9/07 8:36 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk Dísa:O) já ég vona að við finnum tíma til að hittast þegar þú kemur næst.

     
  • At 19/9/07 9:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það er gaman að prjóna og gott fyrir sálina!

    Góða skemmtun! Þín prjónandi vinkona Guðrún.

     

Skrifa ummæli

<< Home