"Vana -legt" ástand
Þá er komið eðlilegt ástand á konuna.
Ef eðlilegt skildi kalla, orðin árinu eldri í dag en í gær.
Gladdi mig að fá öll þessi sms, símhringingar og bloggarakveðjur.
Takk fyrir það elskurnar mínar.
Annars er ég að horfa á Snáðann minn breytast úr skítugum leikskólastrák yfir í virðulegan námsmann, Rokkarann verða löggildan bílstjóra, fatapælingar Ponsíar taka æ meira pláss í hennar höfði og Dívuna verða að fullþroska söngkonu.
Við verðum víst öll eldri í dag en í gær með nýjum áskorunum sem lífið leggur okkur til.
Og árið hefur verið fljótt að líða. Og það er gott. Er ekki eins þreytt og í fyrra. Sem segir mér margt. Ég er komin lengra og fer alltaf lengra og lengra......í áttina að betra lífi.
Hér á Skógarbrautinni er nefnilega gott að vera. Við löbbum saman á morgnana í strætóskýlið, ég leiði hjólið mitt og þeysi svo af stað stóra hringinn minn þegar ég er búin að smella kossi á Ponsí og Snáðann. Stundum vinka þau mér þegar þau keyra fram úr. Kyrrðin er einstök á morgnana. Yfirleytt er blankalogn og fuglarnir dorma á pollinum. Meðan ég hjóla birtir af degi og dagurinn hefst. Ég horfi á fólkið koma sér í vinnu, en eins og flestum er kunnugt hefst hinn eiginlegi vinnudagur tónlistarkennarans ekki fyrr en um hádegi, og krakka á leið í skólann. Þegar ég hjóla fram hjá Menntaksólanum verð ég alltaf jafn hissa. Bílaplanið er yfir fullt af bílum. Ekki einn maður á hjóli. Í þessum litla bæ þar sem maður er 5 - 10 mínútur á milli staða. Mér finnst þessi bíleignarárátta okkar Íslendinga vera rannsóknarefni mannfræðinga.
Eftir sturtuna er mogginn yfirleytt kominn inn um lúguna og er ekkert eins notalegt og hann og kaffibollinn. Það er svo undarlegt að það tók mig smá tíma að venjast því að hafa ekki Moggann klukkan 7 á morgnana. Morgunvélin lendir um 9 leytið og blaðið er því hér komið í hús hálftíma seinna. En svo venst maður bara því og setur það inn í nýju rútínuna.
Meira hvað maður er háður rútínu.
Maður er allur einn vani svona þegar öllu er á botninn hvolft.
Ef eðlilegt skildi kalla, orðin árinu eldri í dag en í gær.
Gladdi mig að fá öll þessi sms, símhringingar og bloggarakveðjur.
Takk fyrir það elskurnar mínar.
Annars er ég að horfa á Snáðann minn breytast úr skítugum leikskólastrák yfir í virðulegan námsmann, Rokkarann verða löggildan bílstjóra, fatapælingar Ponsíar taka æ meira pláss í hennar höfði og Dívuna verða að fullþroska söngkonu.
Við verðum víst öll eldri í dag en í gær með nýjum áskorunum sem lífið leggur okkur til.
Og árið hefur verið fljótt að líða. Og það er gott. Er ekki eins þreytt og í fyrra. Sem segir mér margt. Ég er komin lengra og fer alltaf lengra og lengra......í áttina að betra lífi.
Hér á Skógarbrautinni er nefnilega gott að vera. Við löbbum saman á morgnana í strætóskýlið, ég leiði hjólið mitt og þeysi svo af stað stóra hringinn minn þegar ég er búin að smella kossi á Ponsí og Snáðann. Stundum vinka þau mér þegar þau keyra fram úr. Kyrrðin er einstök á morgnana. Yfirleytt er blankalogn og fuglarnir dorma á pollinum. Meðan ég hjóla birtir af degi og dagurinn hefst. Ég horfi á fólkið koma sér í vinnu, en eins og flestum er kunnugt hefst hinn eiginlegi vinnudagur tónlistarkennarans ekki fyrr en um hádegi, og krakka á leið í skólann. Þegar ég hjóla fram hjá Menntaksólanum verð ég alltaf jafn hissa. Bílaplanið er yfir fullt af bílum. Ekki einn maður á hjóli. Í þessum litla bæ þar sem maður er 5 - 10 mínútur á milli staða. Mér finnst þessi bíleignarárátta okkar Íslendinga vera rannsóknarefni mannfræðinga.
Eftir sturtuna er mogginn yfirleytt kominn inn um lúguna og er ekkert eins notalegt og hann og kaffibollinn. Það er svo undarlegt að það tók mig smá tíma að venjast því að hafa ekki Moggann klukkan 7 á morgnana. Morgunvélin lendir um 9 leytið og blaðið er því hér komið í hús hálftíma seinna. En svo venst maður bara því og setur það inn í nýju rútínuna.
Meira hvað maður er háður rútínu.
Maður er allur einn vani svona þegar öllu er á botninn hvolft.
6 Comments:
At 12/9/07 8:43 f.h., Meðalmaðurinn said…
Hérna uppi í risi lemur regnið rúðurnar og trén hristast í rokinu, þannig hefur það verið alla vikuna og síðustu líka. Hvar býrð þú eiginlega :P
At 12/9/07 10:39 f.h., Halldís said…
ubbs sidbuin afmæliskvedja. til hamingju med afmælid :) buin ad svara postinum...
At 12/9/07 6:44 e.h., Ameríkufari segir fréttir said…
Mér finnst svo yndislegt að sjá hversu hamingjusöm þú virðist vera. Til hamingju með það!
At 12/9/07 9:38 e.h., Nafnlaus said…
Ingibjörg mín innilega til hamingju með gærdaginn. Kem bráðum í kaffi !!!
Kveðja,
OÞ
At 12/9/07 9:49 e.h., Syngibjörg said…
Meðal: ég bý á besta stað í heimi
Halldís og Oddný: takk:O)
Amerkíkufari: já veistu ég er nú bara frekar glöð með lífið.
At 13/9/07 9:10 f.h., Nafnlaus said…
hljómar vel, mín kæra, samgleðst:)
(vona samt að líf þitt sé örlítið meira en rútína;)
Skrifa ummæli
<< Home