Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, september 20, 2007

Pakkinn

Í dag var kallað á mig með mikilli eftirvæntingu í röddinni. Viðkomandi var með pakka frá póstinum og vildi sýna mér innihaldið. Ég lagði frá mér möppurnar og fór fram á gang, settist á bekkinn og varð ein augu þegar út úr pakkanum komu húfurnar eftir þessa konu sem ég hef verið að dást af og varla haldið vatni yfir. Viðkomandi var heppna vinkonan sem fékk 3 húfur sendar og mátti velja sér eina. Jaaa.. sá á kvölina sem á völin segi ég nú bara. Það var ótrúlegt að skoða hanverkið og fá að handleika það og ég fékk alveg stjörnur í augun af öllu bróderíinu. Ekkert smá vinna sem hefur verið í því en það er það sem ég féll fyrir því það fellur eins og þeir sem þekkja mig vel alveg að mínum smekk. Vinkonan var svo glöð og sagðist mega til með að sýna mér þetta þar sem ég haðfi jú mært handverkskonuna á blogginu. Húfurnar voru mátaðar og við skoðuðum okkur fram og til baka í speglinum. Þær eru mjög klæðilegar og alveg örugglega ofboðslega hlýjar.
Ég get því ekki beðið eftir að handverkskonan opni netverslun á þessari fallegu vinnu sinni.

5 Comments:

  • At 21/9/07 9:32 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    já, netverslun er málið..ég væri sko alveg til í eina svona flotta Hörpuhúfu (í barnastærð því ég er víst með svo lítinn haus)

     
  • At 21/9/07 2:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég segi það með þér. Mín þarf líka að vera lítil.

     
  • At 21/9/07 10:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þessa dagana vildi ég óska að ég gæti, nú eða hefði kunnáttu til að dunda mér við prjónles. Leiðist, en kann ekki að prjóna, bara að fitja upp. Les bara í staðinn. Kveðja. G. Hestnes

     
  • At 24/9/07 2:21 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Þakka hrósið :) Þetta kemur allt með kalda vatninu - ég er ekkert fljót að þessu sko...
    Hvaða húfa fannst þér fallegust?

     
  • At 24/9/07 7:08 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Harpa; nei ég get ýmindað mér að þetta sé ekki fljótleg vinna við húfurnar. Mér fannst ljósa húfan fallegust, þessir litir hafa lengi verið mínir uppáhalds.

     

Skrifa ummæli

<< Home