Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

laugardagur, október 06, 2007

Í önnum hversdagsins hefur ekki gefist tími til að blogga.

Í annasamri viku gerðist þetta m.a.

- sótti fund í fjölmenningarsetrinu um íslensku kennslu fyrir útlendinga og sagði frá mínum þætti í þeirri vinnu
- gert við 30 smekki
- sótt foreldrafund
- þurft að hætta við tónmenntakennslu
- sagt skólastjóra grunnskólans að ég sé ekki tilbúin að lækka í launum við það eitt að fara í stofnunina hinu megin við götuna
- farið á frábæra tónleika hjá Giles Apap og Bardukha sveitinni í Ísafjarðarkirkju
- farið á tónleika í lok námskeiðs á vegum Listaháskólans þar sem nemendur frá Tónlistarskóla Ísafjarðar tóku líka þátt og þar með Unglingakórinn minn.
- verið stolt
- verið óskaplega þreytt
-keyrt í 5 og 1/2 tíma frá Ísafirði í grenjandi rigningu og hvassviðri og farið beint á tónleika til að hlusta á góða vini syngja þegar borgarljósin tóku við
- fengið rauðvínsglas hjá góðri vinkonu og talað út
- sofið út og vaknað við kaffiilm

framundan er hinsvegar námsferð til Köben, óperan, tónleikar, og mikill söngur.

lífið rúllar............

10 Comments:

  • At 6/10/07 1:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gert við 30 smekki???

     
  • At 6/10/07 3:57 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Einmitt það sem ég ætlaði að spyrja um.
    Nóg að gera annars!

     
  • At 6/10/07 6:21 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    afhverju 30 smekki?

     
  • At 7/10/07 5:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ha ha, einmitt það sem ég undraðist líka. Ha?

     
  • At 7/10/07 9:30 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    haha smekkirnir jammm....
    sko þegar ég er laus þá fer ég í efnalau bróður míns sem m.a. þvær allan sjúkrahúsþvottinn og ég geri við það sem er bilað og mér tókst að gera við 30 smekki einn daginn, aðallega sauma bendlabönd sem rifna auðveldlega frá:O)

     
  • At 8/10/07 2:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þú ert náttla bara snillingur :-)

     
  • At 8/10/07 5:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Var að velta fyrir mér þessu með smekkina.... las af áfergju öll ráðin gegn þreytu, hef sjálf óbilandi trú á Kollu grasa, hún er í uppáhaldi hjá þessari fjölskyldu. En þessa dagana er ég alltaf þreytt og það er víst bara elli barneignum um að kenna.....vantar meiri svefn og borða of mikið af óhollu drasli.... bestu kveðjur vestur

     
  • At 9/10/07 3:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    skítt með smekkina, kaffiilmur að morgni....?

     
  • At 9/10/07 7:37 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    hehe baun.....gisti hjá góðri vinkonu og hjá henni vaknar maður alltaf við kaffiilm sem er svo notalegt að uppplifa þegar maður býr einn og enginn nema maður sjálfur býr til kaffið á morgnana:O)

     
  • At 16/10/07 9:32 f.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Komin heim á landið bláa? Gleymdir allavega að kíkja á mig, ég á líka rauðvín..

     

Skrifa ummæli

<< Home