Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, október 01, 2007

Þegar haustið skellur á færist alltaf yfir mig viss angurværð.
Fjöllin fá á sig brúna slikju, gróðurinn breytist í glóandi rauða runna
og túnin verða sinnepsgul. Myrkrið umvefur mann og kertaljósin verða nauðsynlegur vinur í dimmunni. Þá er gott að hlusta á Mozart, prjóna og borða nýbakaðað pönnukökur, sérstaklega á sunnudögum. Sunnudagar eru í minningunni dagur þar sem maður var að "hygge sig" heima. Helst í náttbuxunum og þykkri peysu sitjandi við píanóið inn í herbergi að æfa sig. Þangað barst svo lykt af nýbökuðum vöfflum eða pönnukökum og heitt kakó var komið í könnuna þegar kallað var "það er komið kaffi". Á svoleiðis dögum langaði manni helst að tíminn stæði í stað. Allt var svo notalegt og afslappað. Og þarna sat maður í eldhúsinu með dinglandi lappirnar á elshúskollinum, sötrandi kakó með rjóma og gúffandi í sig vöffflur með heimagerðri bláberjasultu. Munnvikin urðu blá með hvítri slikju yfir og efri vörin fékk kakóskegg. Svo sleikti maður út um og vonaði að allir dagar gætu verið sem þessi.

4 Comments:

  • At 2/10/07 10:54 f.h., Blogger Gróa said…

    Hæ esssskan.
    Þessi mynd sem þú dregur upp er BARA yndisleg og dregur fram góðar minningar úr manns eigin æsku.
    Þótt fjöllum hafi nú ekki verið fyrir að fara þar sem ég ólst upp !!! hahaha
    En fjöllin í Eyjafirðinum og Aðaldalnum voru falleg í gær og frábærir haustlitirnir þar sem ég brunaði um á litlum Yaris.
    Bestu kveðjur,
    þín Gróa

     
  • At 2/10/07 11:38 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    namminamm! Guðlaug Hestnes

     
  • At 3/10/07 9:12 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    gómsætar minningar:)

     
  • At 4/10/07 3:57 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    yndislegt

     

Skrifa ummæli

<< Home