Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, október 18, 2007

Hver veit?

Segið mér eitt, þið mér fróðari þegar kemur að tölvumálum, hvað gerir maður ef manni langar að breyta um lit og umhverfi á bloggsíðunni sinni???
Er dáldið hrædd að fara að fikta þetta sjálf og eiga það á hættu að eyða öllu heila draslinu.
Það væri nefnilega alveg eftir mér.

Er orðin dáldið þreytt á þessum bleika lit og/eða langar í tilbreytingu.

3 Comments:

  • At 18/10/07 12:17 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Maður fær einhvern til að hjálpa sér.

    Ef það er ekki í boði þá tekur maður afrit af öllu ,,templatinu" og geymir það vandlega á vísum stað ÁÐUR en maður byrjar að fikta. Þá er alltaf hægt að fá það gamla aftur ef allt fer í vaskinn.

    Svo er um að gera að ýta alltaf á preview áður en nokkuð er vistað - það forðar mörgum slysum.

    Annars er þetta auðvelt - það er fullt af ,,templatum" á blogspot og líka bara á netinu.

    Gangi þér vel!

     
  • At 18/10/07 12:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ertu á gamla eða nýja Blogger?

    Þetta á ekki að vera nokkurt lifandis mál, ef þú vilt nota einhver template hjá þeim. Ef þú vilt bara skipta um lit en nota að öðru leyti sama template þarftu að fara inn í kóðann, velja þér liti og skipta út handvirkt. (klipp-og-lím)

    Svo geturðu náttúrlega komið til okkar á Wordpress.com, gert þar nýja síðu og látið hlaða blogspotsíðunni þangað ;) Ekki nokkurt mál, og ef þér líka ekki skiptin ferðu bara til baka, blogspotsíðan er óhreyfð.

    (eins og þú sérð eru allar færslurnar mínar frá upphafi á síðunni minni, reyndar ekki kommentin, en þar sem þú ert með blogger komment, koma þau líka með hjá þér.

     
  • At 18/10/07 6:11 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk fyrir þetta stúlkur mínar, fer í þetta um helgina.

     

Skrifa ummæli

<< Home