Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, október 22, 2007

Pósturinn frá Latabæ

Snáðinn fékk sendingu um daginn. Hún var tekin upp og í ljós kom fagurbleikur bakpoki frá Latabæ. Hann maldaði í móinn og sagðist ekki vilja bleikan poka. Ég var nú ekkert á því að fara og skila honum eins og hann heimtaði og fá blánn í staðinn heldur taldi honum trú um að liturinn skipti engu máli. Daginn eftir var hann sem sé sendur í skólann með bleikan poka undir íþróttafötin sín. Skemmst er frá því að segja að ég fékk sko að heyra það þegar ég sótti hann síðar um daginn. Hann harðneitaði að fara nokkurntímann með þennann "fjandans poka" eins og hann komst að orði því allir höfðu strítt honum.
Hann er að verða 6 ára og er í 1. bekk.
Og hvað átti ég að segja?? átti ég að halda þessu til streitu og neyða hann með poka skrattann í skólann? telja honum trú um að liturinn skipti engu máli þegar hann hefur ekki burði til að standa upp í hárinu á þeim sem stríddu honum. Og á ég að bjóða því heim að honum sé áfram strítt?
Vitið þið að þessi sending frá Latabæ hefur kveikt svo margar spuringar í mínu höfði en það versta er að ég á ekki svör við þeim öllum.
Fjandans staðalýmindir.

10 Comments:

  • At 23/10/07 5:39 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já, ég myndi aldrei pína börnin mín til að gera eitthvað svona sem þau vilja ekki (ég píni þau á ýmsan hátt samt sko). Ég er skíthrædd við eineltishelvítið og man líka bara hvað þetta var mikilvægt á ákveðnu skeiði að falla vel í hópinn og vera nú alveg nákvæmlega eins og vinkonurnar. Ég held ég hafi ekkert skaðast, síður en svo, og fer alveg mínar eigin leiðir í dag.
    Kannski er málið að segja þeim samt alltaf að þú sért ekki alveg sammála, ég geri það svolítið, hlæ svona létt að þeim þegar mér finnst þau fara of harkalega í staðalímyndina sína.

     
  • At 23/10/07 9:08 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    sendi "Latibær" öllum 6 ára börnum á landinu bleikan poka???

     
  • At 23/10/07 9:32 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    nei! ekki neyða hann til þess ef hann vill það ekki og það er verið að stríða honum :o

    Spurning um að redda honum grænum eða gulum poka og henda helv... Latabæjardraslinu, ekki myndi ég allavega kæra mig um að krakkarnir mínir gengju með auglýsingabakpoka fyrir eitthvað fyrirtæki úti í bæ. Minn gaur á grænan poka frá Lýðheilsustöð, má vel tékka hvort þeir séu enn að gefa.

    (annars er Finnur búinn að vera með bleiku gleraugun sín í nokkra daga í skólanum og ekki heyrst stríðnisorð. Líklega bara heppinn með bekk)

     
  • At 23/10/07 10:29 f.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Sem fyrrverandi kennari í sex ára bekk þá ráðlegg ég þér eindregið frá því að senda dreng með bleikan poka í skólann. Auðvitað ætti það að vera í fínasta lagi - en raunveruleikinn er bara annar.

     
  • At 23/10/07 10:33 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta er harður heimur því miður. Hentu helv.....og endursendu svo allt drasl sem guttanum er sent í auglýsingarskyni! Gulla Hestnes

     
  • At 23/10/07 6:06 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Hey, ennþá gamla lúkkið og helgin búin!

     
  • At 23/10/07 7:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ekki sendir Latibær börnunum þetta? Og strákunum bleikt? Það finnst mér undarlegt, miðað við persónurnar í þættinum, man ekki eftir dreng í bleiku í þáttunum.

     
  • At 23/10/07 8:15 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    já það er nú þannig að sendingin kom frá Latabæ.Og einmitt það sem mér fannst undarlegt í þessu öllu er að strákurinn hafi fengið bleikann því eins og þú segir Kristín þá er það ekki í takt við útlit þáttanna.
    En það að ég hafi sent hann í skólann einn dag var svona meira tilraun af minni hálfu til að sjá hver viðbrögðin yrðu. Og þau komu sér svo sem ekkert á óvart. Pokinn hefur fengið nýtt hlutverk en ég fæ ekki botn í þessa sendingu.

     
  • At 23/10/07 9:31 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Hugsið ykkur samt vegna þessara staðalímynda að vera strítt vegna bleiks poka?! Pokinn gerir gagnið en er í "vitlausum" lit.magnað alveg.
    Þetta er eins og þegar bleiki liturinn á skyrtum fyrir karlmenn kom í tísku og þeir menn sem íklæddust þeim...þeir sögðu oft á tíðum (eins og í aðvörunartón við viðmælendur) að það væri sko bara allt í lagi að klæðast bleiku.
    Það er ekki auðvelt að vera barn í dag held ég og hefur kannski aldrei verið það.

     
  • At 25/10/07 9:01 e.h., Blogger Barbie Clinton said…

    Mér finnst Latibær ofurmáta púkalegur.

     

Skrifa ummæli

<< Home