Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, október 30, 2007

Gölluð vara eða bilað heimilistæki?

Held að örbylgjuofninn sé að syngja sitt síðasta.
Húsið angar af brunnu örbylgjupoppi.
Eins og það er nú skemmtilegt, eða hitt þó heldur.
Opnaði gluggann upp á gátt og setti viftuna á fullt.
Kveikti svo á olíuilminum mínum.
En hér angar allt enn og verður sennilega um sinn.

Við Snáðinn erum miklir poppaðdáendur og ég get alltaf "mútað" honum með poppi.
Hann vildi gera þetta sjálfur, að sjálfsögðu, bráðum að verða 6.
Ég stökk á takkann þegar ég sá hvað verða vildi og byrjaði strax að skamma hann fyrir að snúa pokanum viltlaust. En það var nú ekki vandamálið. Hann snéri alveg rétt.
Öh...jæja prufum aftur lagði ég til og vandaði mig mikið, tók pokann alveg í sundur og fullvissaði mig um að allt væri eins og leiðbeiningarnar segðu til um.
Stóð til hliðar við ofninn og fylgdist með.
En allt fór á sama veg.

Gæti poppfjárinn verið kannski gallaður?
er það til?
gallað popp??

6 Comments:

  • At 31/10/07 2:16 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Já! Það er til gallað popp.
    vonandi er ofninn ekki að taka síðustu andköfin því það er ekkert gaman að eyða peningum þegar maður vill það ekki.

     
  • At 31/10/07 6:56 e.h., Blogger Elísabet said…

    þetta er alltaf að gerast heima hjá mér en þá er gallinn sá að pokinn snýst ekki, hann bólgnar út og festist. óþolandi alveg!

     
  • At 31/10/07 10:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég er lítil poppkona og hata rafmagnstæki ef ég held að þau séu að syngja sitt síðasta.Mér finnst þó popp gott ef einhver annar poppar, þá verð ég leiðinleg og fæ "bara smá". Eru allir hættir að poppa uppá gamla mátann? Kveðja í poppbæinn.Gulla Hestnes (þetta er orðið ansi poppað komment!)

     
  • At 1/11/07 1:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    prófaðu að lækka hitann á ofninum, það virkaði hjá mér ;-)

     
  • At 1/11/07 2:57 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Popp or nott.. ég verð að fá uppskriftina af súpunni sem þú gafst okkur. Hún var bara snilld og mig langar í hana aftur.
    Takk kærlega fyrir okkur!

     
  • At 1/11/07 7:07 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk gf, reyni það næst en mér finnst svo skrítið að þurfa að breyta um hita svona allt í einu.
    Og baun þetta er líka vandammálið, pokaskrattinn festis og diskurinn hættir að snúast.
    Og blómakona ég veit ekki um neinn sem poppar upp á gamla mátann, það eyðileggur víst alla nútíma potta.
    Gott að heyra Svanfríður, ég fer þá kannski með kassann og skila honum í Bónus

     

Skrifa ummæli

<< Home