Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, október 25, 2007

Svona sitt lítið af hverju

Hátíðin Veturnætur var sett núna seinnipartinn í roki en þó ekki rigningu. Það stytti upp akkúrat á meðan við gengum frá kirkjunni niður að Silfurtorgi. Undir þakskýli Stjórnsýsluhússins komu við okkur fyrir og hlýddum á Ólínu Þorvarðardóttur setja hátíðina og flytja ljóð eftir sjálfa sig úr ljóðabók sem kom einmitt út í dag. Valkyrjurnar stóðu sig með miklum ágætum og sungu hástöfum upp í vindinn með dyggri aðstoð Baldurs Geirmundssonar, BG, sem um þessar mundir heldur upp á 70 ára afmæli sitt. Ég gleymdi vettlingunum heima þegar ég fór út í morgun og var orðin ansi köld á höndunum eftir að hafa veifað þeim fyrir framan kórinn. Skellti mér því í rauðköflóttu náttbuxurnar og flíspeysuna þegar ég kom heim og hentist upp í sófa undir teppi. Kórinn syngur aftur á morgun þegar A4 verslun verður opnuð hér á Ísafirði við Silfurtorg. Og það er nóg að gera um helgina við meira söngstúss og matarboð. Merkilegt hvað allt þarf alltaf að lenda á sömu helginni því ofan á það sem undan er upptalið syngur Barna og Unglingakórinn á laugardaginn í þremur fyrirtækjum hér í bæ í tengslum við dagskrá á Veturnóttum er nefnast Silfurtónar.
Mikið verður gott að setjast niður í sófann hjá góðri vinkonu á laugardagsvköldið með rauðvín í glasi og mala frá sér allt vit.
Annars lenti þessi góða vinkona í mikilli svaðilför sl. laugardag þegar hún ásamt öðrum féll útbyrðis við veiðar inn í djúpi. Það má lesa nánar um það hér.
Hrikalegt þegar skemmtiferð snýst upp í andhverfu sína.

4 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home