Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Vetrarsúpan góða

Að beiðni meðalmannsins kemur uppskrift af eðal vetrarsúpu en ég bauð henni og börnunum tveim í mat þegar hún var stödd hér um daginn.
Súpan bragðaðist ákaflega vel og er mjög góð með nýbökuðu brauði.

Vetrarsúpa, þakkargjörðarsúpa fyrir 4 til 6.

4 stk sætar kartöflur, afhýddar og skornar í litla bita
1 kg gulrætur skornar í bita
1- 2 laukar skornir
2-3 msk grænmetiskraftur ( án allra aukaefna)
1 tsk turmerik
salt
1 tsk pipar
1/2 tsk engiferduft
3 msk olía
1 tsk múskat
1 líter vatn, til að byrja með
1 dós kókosmjólk

Sjóða kartöflur og gulrætur.Mýkja laukinn í olíu ásamt kryddinu.
Blanda því svo saman við soðið grænmetið og setja vatnið út í.
Láta suðuna koma upp og láta malla.
Smakka til og salta (ég bætti við töluverðu af kryddi)
Maukið súpuna og bætið kókosmjólkinni við.
Ef súpan þarf meira vatn (sumir vilja þunnar en aðrir þykkar) bætið þá við.

Saxið niður steinselju og/eða kóríander því gott er að láta það út á súpuna.

Borin fram sjóðandi heit með nýju brauði.

verði ykkur að góðu

8 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home