Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, nóvember 02, 2007

Skiptir það máli?

Fékk óvæntan póst áðan í pósthólfið mitt.

Hafði ekki heyrt frá viðkomandi síðan um páska.

Ekki stakt orð.

Var spurð hvort ég gæti fyrirgefið.

Og það var þá sem ég uppgötvaði að ég er ekki langrækin.

Var búin að fyrirgefa í hjartanu þó ég hafi ekki fengið tækifæri á að tjá það.

Er svo núna að velta því fyrir mér hvort það sé kostur eða galli,
að vera ekki langrækin.



Kannski skiptir það ekki máli.

7 Comments:

  • At 2/11/07 7:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Kostur. Ekki nokkur spurning. (svona ef maður passar sig á að gefa ekki færi á að vera særður aftur)

    Gerir manni ekkert gott að vera fúll og sár lengi...

     
  • At 2/11/07 10:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Kostur.

     
  • At 3/11/07 2:19 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Kostur. Aldrei annað en kostur.
    Þeim kosti þarf hinsvegar að fylgja annar kostur - að læra af reynslunni.

    Og að lokum vil ég minna á að kostur er auðvitað ekkert annað en ostur með ká-i.

     
  • At 3/11/07 10:29 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Hildigunnur: sammála, fúllyndi er out.

    Kristín: ok, gott mál.

    Hugi: ekkert er eins gott eins og að lesa góða brandara í kommentakerfinu sínu svona senmma morguns. Takk:O)

    og það er víst þannig að lífið er ein reynsla og við alltaf að reyna að læra:O)

     
  • At 3/11/07 5:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Fúllyndi er fúlt, langrækni er líka fúlt, en það er líka fúlt ef gengið er yfir mann á fúlum skóm! Þá verð ég fúl.. Gulla Hestnes

     
  • At 3/11/07 7:20 e.h., Blogger Elísabet said…

    merkilegt. ég hef velt þessu sama, nákvæmlega sama, fyrir mér. á svo erfitt með að halda úti reiði og illsku út í fólk, en...maður verður umfram allt að læra af reynslunni.

     
  • At 4/11/07 10:26 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Mín skoðun er sú að það tekur á að vera langrækin þannig að ef þú ert það ekki þá hrósa ég þér.

     

Skrifa ummæli

<< Home