Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Eyrin
Nú er ár síðan ég flutti á Skógarbrautina og gerðist skógarpúki.
Það er með því gáfulegasta sem ég hef gert um ævina.
Þessi mynd er af útsýninu sem ég hef út um svefnherbergisgluggann minn.



Myndin hér fyrir neðan er tekin úr Hvilftinni (Skessusætinu) í sumar, en á henni sést umhverfið sem heilsar mér á hverjum degi í mismunandi litum og helst hvítum þessa dagana.



Í þessu umhverfi hef ég hlúð að sjálfri mér og börnunum.
Og finnst það besta í heimi.



7 Comments:

  • At 8/11/07 9:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Haha, ég skildi það fyrst eins og þú byggir hinum megin við fjörðinn, einhvers staðar rétt hjá flugvellinum og efsta myndin væri út um gluggann :D

    Flottar myndir og flott útsýni...

     
  • At 8/11/07 9:35 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    He he Hildigunnur.....þó ég kunni við fjöllin sem umlykja mig þá er ekki enn farið að byggja í þeim en gæti breyst í náinni framtíð því það er ekki mikið um byggingarlóðir á svæðinu.

     
  • At 8/11/07 10:53 f.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Vestfirsku fjöllin eru alltaf smart.

     
  • At 8/11/07 10:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    þetta útsýni er magnað.

     
  • At 8/11/07 12:02 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Geðveikt kúl!

     
  • At 8/11/07 4:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Milljón dollara "málverk". Kveðja undan Jöklum.

     
  • At 8/11/07 11:48 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Yndislegur staður sem þú býrð á og hugsaðu þér forréttindin sem þú hefur sem og svo margir heima á Íslandi-það eina sem ég sé hér heima hjá mér, eru rafmagnslínur:) kannski ekki alveg svo svart, en nálægt því.
    Ég skil vel að þér líði vel þarna, skil það mjög vel og ég er ánægð fyrir þína hönd,virkilega.

     

Skrifa ummæli

<< Home