Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Mugison


Í gærkveldi fór ég á útgáfutónleika Mugison hér í Edinborgarhúsinu .
Þetta voru frábærir tónleikar, bandið var þétt og hann í banastuði.
Það var troðfullt hús og mikil stemming.
Keypti tvo diska og er þar með búin að redda jólagjöf.
Hvet ykkur hin að láta þessa tónleika ekki fram hjá ykkur fara.
Hann er að túra um landið þessa dagana.

4 Comments:

  • At 7/11/07 11:44 f.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Ég er nú ekki mikill poppari, en ég keypti þennan disk um daginn og get mælt með honum. Ég keypti hann af vefsíðunni og hann kom fljótt í pósti (ekkert sendingargjald) og svo fær maður niðurhalið strax. Sumsé góður díll :)

     
  • At 7/11/07 11:57 f.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Eins gott að þeir sem fá hann í jólagjöf séu ekki að lesa síðuna þína! Ég rakst á diskinn við kassa í Eymundsson og stóðst ekki mátið... en hvaða niðurhal fær maður strax ef maður kaupir á netinu?

     
  • At 7/11/07 5:49 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Diskinn eins og hann leggur sig. Svo er hann ódýrari á netinu en í búðum skilst mér og maður fær hann sendan heim "utan etra kostnad" eins og svíarnir segja.

     
  • At 7/11/07 10:30 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Já ég frétti af þessum díl, var hann áritaður af honum eins og sá sem ég keypti í gær?

    Ég held (og vona) að sá sem á að fá diskinn lesi ekki það sem hér stendur, allavega tilgreini ég enginn nöfn og því koma margir til greina.

     

Skrifa ummæli

<< Home