Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

laugardagur, nóvember 17, 2007

Sjúddirarírei

Bíllinn er enn bilaður. Þeir finna alltaf eitthvað nýtt sem er að honum. Og svo þarf að panta varhlutina að sunnan og þeir koma með póstbílnum. Það gerist ekkert hér svona entútre.
Á von á að fá bílinn eftir helgina og feitann reikning með.

Fannst alveg ferlega gaman að horfa á Ísfirðingana mala Reykjanesbæ í Útsvari. Flottar konur þar og bráðvel gerður ungur maður hann Halldór. Ég er illa svikin ef það á ekki eftir að heyrast í honum á tónlistarsviðinu í framtíðinni því hann getur spilað allt sem sett er fyrir framan hann hvort sem það er klassík, djass eða popp. Pabbi hans er gamli menntaskólakennarinn minn sem mér þykir alltaf svo vænt um því hann kunni svo að meta tónlistarnámið sem við tvær frænkurnar stunduðum og fengum einingar fyrir í MÍ. Ég útskrifaðist nefnilega af tveimur brautum,tónlistar og svo mála og samfélagsbraut. Og við vorum þær fyrstu og held ég þær einum í mörg ár sem vorum á tónlistarbraut.

Sá svo rokkarann minn í hvítri skyrtu syngja Jónasar lög í beinni í kvöld. Mömmu hjartað sló hratt því hann hefur verið á leiðinni til mín sl. tvær helgar en er svo upptekinn að það er engu lagi líkt. Næstu helgi er það söngur með Sinfó og svo eru bara prófin að bresta á um mánaðarmótin næstu.

Veit ekki alveg hvernig ég á að komast af á bílsins um þessa helgi því hér er þjónustan ekki komin á það stig að verkstæðið bjóði bíl þegar þú kemur með þinn í viðgerð.
Árshátið starfsmanna Bolungarvíkurkaupstaðar er annaðkvöld og sem kennari tónlistarskólans fer ég þangað og er auðvita búin að láta véla mig í söng og sprell. Nema hvað. Og þaðan er svo hægt að fara í partý hjá Kvennakórnum mínum. Ss. Ísafjörður-Bolungarvík -Ísafjörður annaðkvöld. Daginn eftir er dagskrá í Holti vegna 100 ára afmælis Guðmundar Inga skálds og þar á ég líka eitthvað að góla. Verð með Kaldalóns lög í möppunni, allt verstfirskt auðvita. Og til marks um hvað það er gífurlega mikið að gera hér á þessu svæði þá tók það mig samtöl við 7 píanista til að fá "pjanó spil" með söngkonunni. Sá sjöundi var líka sá fyrsti svo ég fór eiginlega í hring. Og þegar ég var búin að snúa nógu mikið upp á trýnið á henni (ekki hendina alltsvo því þá gæti hún ekkert spilað) þá baðst hún vægðar og lofaði að spila með mér. Í staðin fer ég með henni á karlakórsæfingu eftir sönginn í Holti og æfi litla drengjakórinn sem er æfður upp fyrir jólatónleika kórsins. Þetta eru aðallega synir kórfélaga. Og ég hafði ekki samvisku til að segja nei þegar hún bað mig þó ég hefði yfir nóg að gera í að láta ísfirðinga syngja. Meiri áráttan annars að syngja í kór. En jæja hvað er ég að kvarta, ég er þá ekki atvinnulaus á meðan.

4 Comments:

  • At 17/11/07 11:27 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Haha, við sátum hérna heima og héldum með Ísfirðingunum líka. Ólína er náttúrlega frænka Jóns og Ragnhildur hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér.

    Tojtoj í öllu þínu, og vonandi reddast far hingað og þangað...

     
  • At 17/11/07 5:00 e.h., Blogger Gróa said…

    Góða skemmtun vina mín :)

     
  • At 17/11/07 6:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hvað skyldu margir Íslendingar syngja í kórum? Skemmtileg árátta, og upplífgandi. Var að koma heim úr lokaupptöku, og er spilandi rugluð í kollinum, annars hefði ég komið og spilað undir hjá þér á morgun! Góða skemmtun. Gulla Hestnes

     
  • At 18/11/07 3:48 f.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Tónlist er gjöf frá guði:)

     

Skrifa ummæli

<< Home