Hlynur Ingi 6 ára
Ljósmóðirin var búin að gefa til kynna að
hann væri svona um 14 merkur en nei,
hann hafði nú haft það svo gott þarna inn í hitanum
og dafnað svo um munaði að það stóðst engan veginn.
Þegar hann fæddist var hann því heilar 17 merkur.
Móðirin, sú litla kona, var nú frekar fegin að vita það ekki
svona á meðan öllu stóð að von væri á stórum pilti.
Hann er yngstur í systkinahópnum og þarf stundum að hafa fyrir hlutunum.
Honum finnst skemmtilegast að vera í Lego
og er svo heppinn að hafa erft heilan helling frá stóra bróður.
Hann er með þeim yngstu í sínum bekk
og var því orðinn heldur spenntur að verða 6 eins og hinir.
Ekkert gaman að vera 5 ára og byrjaður í skóla.
Í dag er hann farinn að lesa, svona bara á sínum hraða,
og skrifa heil ósköp af orðum og búa til litlar sögur.
11 Comments:
At 26/11/07 10:27 f.h.,
Nafnlaus said…
hæ
til hamingju með soninn
kv Hrafnhildur
At 26/11/07 10:51 f.h.,
Nafnlaus said…
til hamingju með litla gutta :)
Þekki þetta með stærðina, sama gerðist hjá mér með minn stráksa.
At 26/11/07 12:26 e.h.,
Syngibjörg said…
Takk fyrir kveðjurnar:O)
At 26/11/07 1:21 e.h.,
Ameríkufari segir fréttir said…
Til hamingju með afmælið-það er flott að vera 6 ára.
Til hamingju með soninn og ég syng í huganum afmælisvísurnar hans Atla syninum til handa.
Knús,Svanfríður.
At 26/11/07 1:32 e.h.,
Nafnlaus said…
Innilega til hamingju, þetta er hinn fallegasti piltur. Rólegheitin hjá okkur tónlistarfólkinu á þessum tíma er draumsýn, svo ég legg enn og aftur til að við förum eins gætilega með okkur og hægt er. Ef það er þá hægt! Snjókveðja frá Hornafirði.
At 26/11/07 2:54 e.h.,
Nafnlaus said…
Til hamingju með drenginn :-)
Bestu kveðjur úr Grafarholtinu
At 26/11/07 3:41 e.h.,
Nafnlaus said…
Hjartanlega til hamingju með drenginn þinn:)
At 26/11/07 4:52 e.h.,
Syngibjörg said…
Takk allir saman:O)
At 26/11/07 9:19 e.h.,
Nafnlaus said…
Til hamingju!
At 26/11/07 9:33 e.h.,
Lilja said…
Til hamingju með snáðann
At 27/11/07 4:58 e.h.,
Harpa Jónsdóttir said…
Innilega til hamingju með drenginn!
Skrifa ummæli
<< Home