Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, nóvember 26, 2007

Hlynur Ingi 6 ára

Snáðinn minn er 6 ára í dag.
Ljósmóðirin var búin að gefa til kynna að
hann væri svona um 14 merkur en nei,
hann hafði nú haft það svo gott þarna inn í hitanum
og dafnað svo um munaði að það stóðst engan veginn.
Þegar hann fæddist var hann því heilar 17 merkur.
Móðirin, sú litla kona, var nú frekar fegin að vita það ekki
svona á meðan öllu stóð að von væri á stórum pilti.
Hann er yngstur í systkinahópnum og þarf stundum að hafa fyrir hlutunum.
Honum finnst skemmtilegast að vera í Lego
og er svo heppinn að hafa erft heilan helling frá stóra bróður.
Hann er með þeim yngstu í sínum bekk
og var því orðinn heldur spenntur að verða 6 eins og hinir.
Ekkert gaman að vera 5 ára og byrjaður í skóla.
Í dag er hann farinn að lesa, svona bara á sínum hraða,
og skrifa heil ósköp af orðum og búa til litlar sögur.

Þessi mynd var tekinn af honum og Brynju Sólrúnu systur á Kanarí í sumar.
Við vorum að bíða eftir að krókódílasýningin hæfist og fannst honum svona vissara að halda í stóru systur svona ef þeir myndi koma og bíta hann í rassin.
(Sem hann var alveg sannfærður um því þeir eru með svo stóran munn!!)

11 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home