Skrímslaveikin
Ég er lítið lasið skrímsli
og mig langar ekkert út.
Hornin mín eru völt og veik
og mig vantar snýtuklút.
Ég er orðin upplitaður/uð
ég er orðin voða sljó
ég held ég hringi á lækni
því halinn er svo mjór.
Skrímsli eru eins og krakkar
ósköp vesæl ef þau næla sér í kvef.
Hver er hræddur við skrímsli
sem er hóstandi´og með stíflað nef?
Æi mamma, elsku mamma
nú ég meðal verð að fá.
Glás af iðandi ormum
annars kemst ég ekki´á stjá.
Skrímsli eru eins og krakkar
ósköp vesæl ef þau næla sér í kvef.
Hver er hræddur við skrímsli
sem er hóstandi´og með stíflað nef?
og mig langar ekkert út.
Hornin mín eru völt og veik
og mig vantar snýtuklút.
Ég er orðin upplitaður/uð
ég er orðin voða sljó
ég held ég hringi á lækni
því halinn er svo mjór.
Skrímsli eru eins og krakkar
ósköp vesæl ef þau næla sér í kvef.
Hver er hræddur við skrímsli
sem er hóstandi´og með stíflað nef?
Æi mamma, elsku mamma
nú ég meðal verð að fá.
Glás af iðandi ormum
annars kemst ég ekki´á stjá.
Skrímsli eru eins og krakkar
ósköp vesæl ef þau næla sér í kvef.
Hver er hræddur við skrímsli
sem er hóstandi´og með stíflað nef?
6 Comments:
At 29/11/07 11:39 e.h.,
Ameríkufari segir fréttir said…
kvefuð skrímsli...tíhíhí
At 30/11/07 8:24 f.h.,
Syngibjörg said…
......sem stundum herjar á okkur mannfólkið....aaaatttssjúúú.....
At 30/11/07 10:53 f.h.,
Nafnlaus said…
Flóuð hunangsmjólk er róandi, en andsk....þetta er ekki gott. Batnkveðjur úr brjáluðu hornfirsku veðri.
At 30/11/07 11:09 f.h.,
Meðalmaðurinn said…
Krúttulegt :)
At 1/12/07 1:44 e.h.,
Elísabet said…
eftir hvern er textinn?
batnkveðjur:)
At 2/12/07 1:26 f.h.,
Syngibjörg said…
textann á hún Olga Guðrún Árnadóttir og lagið er líka skemmtilegt.get að vísu ekki sungið það fyrir þig núna Baun- er nebbbblega svo assgoti kvefuð...
Skrifa ummæli
<< Home