Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, desember 07, 2007

Seríós, söngur og sætar kartöfflur

Í fyrrakvöld kom ég heim eftir langann og strembinn dag. Ekki hafði gefist tími til að fara í búð og því lítið til í kotinu. Ég fann þó núðlupakka í búrskápnum, skinku, egg og sæta kartöfflu í ískápnum sem var alveg á síðasta snúningi reyndar. Núðlurnar fóru í pottinn og ég tók til við að rífa sætu kartöffluna niður á pönnuna (eða það sem var nýtilegt af henni). Hafði líka fundið enda af engiferrót og reif það sem ekki var uppþornað með kartöfflunum. Þegar ég hafði kryddað þetta og ilmurinn orðinn bara ansi hreint góður fóru núðlurnar á pönnuna ásamt skinkunni. Að lokum voru það eggin. Og þá var það sem ilmurinn breyttist í slíka fýlu að ég hreinlega kúgaðist. Helv.eggið var fúlegg og maturinn sem ég var búin að hlakka svo til að borða fór beina leið í ruslið. Kvöldmaturinn varð ein séríósskál.



En að öðru.

Jæja það er komið að því.
Dívurnar halda tónleika í dag og í kvöld.
Stúlknakórinn var beðinn um að taka þátt og syngja með í tveimur lögum.
Fengum MJÖG stuttan fyrirvara til að æfa og læra utanbókar, en þetta
eru klárar stúlkur svo ég veit að þetta verður ekkert mál fyrir þær.

Söngurinn er því enn við völd í veröld Syngibjargar.

7 Comments:

  • At 7/12/07 8:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Fúlegg, oj, en söngurinn göfgar og glæðir guðlegan neista í sál. Kveðja Gulla Hestnes

     
  • At 7/12/07 9:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    jamm, fúlt að fá fúlegg. æææ.

    en mér heyrist vera nóg að gera hjá þér vinkona:)

     
  • At 7/12/07 9:51 e.h., Blogger Hildigunnur said…

    oooojjjj! :D

    gott að eiga cheerioshringi í skáp...

     
  • At 8/12/07 12:35 f.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    kleinuhringjafræ var það heillin:)
    Ekki er maður nú fjáður peningalega séð en kemst af en einu sinni átti ég ekki eina krónu í veskinu og átti lítið í ísskápnum. Ég átti þó mjólk, 2 egg og hveiti og ætlaði að gera skonsur og borða í kvöldmatinn. Annað var ekki til. Ég tek mig til en í einhverju bríeríi þá rak ég mig í mjólkina og hún flaug í loftköstum út á gólf og sullaðist út um allt. Ég var svöng þegar ég fór í háttinn og þakkaði guði fyrir heitan mat í vinnunni daginn eftir:)

     
  • At 9/12/07 10:29 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Blessað seríósið getur oft komið sér vel.

    En stúlkurnar rúlla þessu upp - það er ég viss um!

     
  • At 9/12/07 11:47 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    já ég held að á einhverjum tímapunkti höfum við allar upplifað eitthvað svipað, þreyttar,eða fátækar nema hvort tveggja sé.
    Og ég get alveg sagt ykkur það að ég á ekki eftir að elda mér eggjanúðlur í bráð!

     
  • At 9/12/07 11:49 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    já og þess ber að geta að allir voru ákaflega ánægðir yfir frammistöðu stúlknanna minna. tóleikarnir voru líka bara fínir - þær, Dívurnar, að gera sitt besta held ég bara.

     

Skrifa ummæli

<< Home