Þegar törnin var búin
Held þetta sé lengsta "ekki haft tíma til að blogga" tímbilið sem ég hef upplifað. Hef reyndar aldrei upplifað annað eins. En núna er komið jólafrí og hér situr maður með jólasnafs og jólabjór. Var að taka saman svona að gamni alla þá tónleika og aðrar uppákomur sem kórarnir mínir og nemendur mínir hafa troðið upp með í desember en svona lauslegt skot eru um 14. Þá eru ekki taldar með allar æfingarnar. En þetta hefur vissulega verið skemmtilegt og gefandi en konan er orðin ansi eitthvað lúin. Hélt þó hið árlega jólboð kvennakórsins, sem nú er orðið, í gærkveldi og tókst það ákaflega vel. Á boðstólnum var sveitakæfa, tómat og púrtvínssíld, saltfiskur með púrtvínslegnum rúsinum og eplum, avókadósallat með dijon dressingu, suðrænar kartöfflur og rækjur í sérrí sósu. Einnig var frosinn jólasnafs sem er ómissandi með síldinni. Mmmm.......fæ bara enn vatn í munninn. Fyrir áhugasama get ég hent inn uppskriftunum, en það yrði þó eitthvað seinna.
Dagurinn fór í að kaupa inn jólagjafir og vera með börnunum. Þau fóru í það að mála á piparkökurnar þegar heim var komið, sem voru bakaðar og lýst í síðustu bloggfærslu, svo hér gengur allt mjög hægt en það er bara líka í fínu lagi. Jólin koma samt sem áður. Og gleðilegustu fréttirnar eru svo þær að börnin fara ekki burtu um jólin. Það er svona þegar maður mannar sig upp í að tala.
Svo kom litli bró frá Reykjavík í dag til að vera yfir hátíðarnar og kenndi mér að hlaða inn á ipodinn svo nú fara allir jóladiskirnir loksins þarna inn. Málið er að frumburðurinn, sem er svona tæknikall og býr í Hafnarfirði NB, hefur alltaf gert þetta fyrir mig og ég þ.a.l. ekkert sett mit inn í þetta. Ég er samt búin að sjá að það er svona betra að kunna þetta sjálf og eiginlega nauðsynlegt þar sem hann er ekki hér dagsdaglega. Og svo er þetta svo lítið mál að maður eiginlega er hneykslaður á sjálfum sér að hafa ekki einhent sér í þetta fyrr. En það er allt svo auðvelt sem maður kann, eins og einn góður kennari sagði.
Já, er ekki einhver sem vill gefa mér bíl í jólagjöf eða a.m.k. nýja geymi. Minn nebbnilega DÓ áðan. Og þetta er ekki grín. Veit ekki hvar þetta bílakjaftæði endar eiginlega. Langar helst að henda honum í BogL og heimta annan í staðinn. Pabbi dró hann inn á Netagerð og þar er verið að hlaða geyminn. Það sem mér finnst eiginlega alveg ótrúlegt er að ég hef verið með hann inn og út af verkstæði síðan ég keypti hann og ENGINN af þeim sem hafa verið að gera við bílinn minn nefnt við mig að það þurfi að hreinsa tenginn inn á rafgeyminn. Þar var allt núna í spansk grænu.
Franska drasl.
Dagurinn fór í að kaupa inn jólagjafir og vera með börnunum. Þau fóru í það að mála á piparkökurnar þegar heim var komið, sem voru bakaðar og lýst í síðustu bloggfærslu, svo hér gengur allt mjög hægt en það er bara líka í fínu lagi. Jólin koma samt sem áður. Og gleðilegustu fréttirnar eru svo þær að börnin fara ekki burtu um jólin. Það er svona þegar maður mannar sig upp í að tala.
Svo kom litli bró frá Reykjavík í dag til að vera yfir hátíðarnar og kenndi mér að hlaða inn á ipodinn svo nú fara allir jóladiskirnir loksins þarna inn. Málið er að frumburðurinn, sem er svona tæknikall og býr í Hafnarfirði NB, hefur alltaf gert þetta fyrir mig og ég þ.a.l. ekkert sett mit inn í þetta. Ég er samt búin að sjá að það er svona betra að kunna þetta sjálf og eiginlega nauðsynlegt þar sem hann er ekki hér dagsdaglega. Og svo er þetta svo lítið mál að maður eiginlega er hneykslaður á sjálfum sér að hafa ekki einhent sér í þetta fyrr. En það er allt svo auðvelt sem maður kann, eins og einn góður kennari sagði.
Já, er ekki einhver sem vill gefa mér bíl í jólagjöf eða a.m.k. nýja geymi. Minn nebbnilega DÓ áðan. Og þetta er ekki grín. Veit ekki hvar þetta bílakjaftæði endar eiginlega. Langar helst að henda honum í BogL og heimta annan í staðinn. Pabbi dró hann inn á Netagerð og þar er verið að hlaða geyminn. Það sem mér finnst eiginlega alveg ótrúlegt er að ég hef verið með hann inn og út af verkstæði síðan ég keypti hann og ENGINN af þeim sem hafa verið að gera við bílinn minn nefnt við mig að það þurfi að hreinsa tenginn inn á rafgeyminn. Þar var allt núna í spansk grænu.
Franska drasl.
7 Comments:
At 23/12/07 8:08 f.h.,
Kristín said…
Hey og hó! engan rasisma! En ég vorkenni þér ógurlega að eiga vesenisbíl. Minn gamli citroën hefur staðið sig eins og hetja en núna virðist hann vera á einhverju hrörnunarskeiði, opnast ekki allar hurðirnar í samlæsingunni, öryggisbeltið í bílstjórasætinu á erfitt með að smella inn, drepur á sér ef ég beygi of knappt, þarf að starta hundrað sinnum áður en hann hrekkur í gang... bara svona gamlingjahlutir.
Einhvern tímann um daginn var ég að stella við hann og húsvörðurinn kom að athuga hvað væri að og sagði í svon vorkunnartón, já, þetta ER citroën. Þannig að Frakkar geta sem sagt talað illa um franska bíla, þegar þeir eru búnir að velja aðra tegund (hann á Renault).
En flott með krakkana og jólin, til hamingju með það.
At 23/12/07 8:10 f.h.,
Ameríkufari segir fréttir said…
Frábært-krakkarnir hjá þér um jólin-ég klappaði (mjög lágt þó því allir sofa hér) þegar ég las þessar fréttir.
Gleðileg jól Syngibjörg mín og njóttu þín og barnanna um jólin. Hafið það gott, Svanfríður
At 23/12/07 11:32 f.h.,
Nafnlaus said…
Ég gæfi þér sko bíl ef ég gæti! En mikið var gaman að heyra að börnin verða heima, það er aðalmálið. Guð gefir ykkur öllum gleðilega jólahátíð. Gulla Hestnes
At 23/12/07 12:25 e.h.,
Nafnlaus said…
Avókadósalatið hljómar feikivel (hitt líka, reyndar), uppskrift takk...
Og gleðileg hvíldarjól, ekki virðist mér þér veita af :)
At 24/12/07 1:27 f.h.,
Nafnlaus said…
Elsku Syngibjörg, óska þér og þínum gleðilegra jóla og vona að þú náir að hvíla þig vel. Leti er góð.
At 24/12/07 12:31 e.h.,
Harpa Jónsdóttir said…
Gleðileg jól!
At 27/12/07 5:45 e.h.,
Syngibjörg said…
Takk fyrir kveðjurnar. Held ég sé nú enginn rasisti þó ég pirrist út í bílinn minn sem ég keypti fyrir ári síðan og hefur valdið mér miklum kostnaði síðan ;)
Skrifa ummæli
<< Home