Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

laugardagur, desember 29, 2007

Söng í jarðarför í dag.

Síldarvalsinn. ( Syngjandi sæll og glaður til síldveiða nú ég held.......;)

Verð að játa að það var eiginlega dáldið ögrandi verkefni.
Ekkert mál að syngja Ave Maríu af einhverju tagi því það í sjálfu sér gefur tóninn og andrúmsloftið.

Við píanistinn urðum því sammála um að tempóið gæti ekki verið eins og á balli.
Þetta varð því hátíðar útgáfa af Síldarvalsinum.

5 Comments:

  • At 29/12/07 11:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hátíðarútgáfan, vel orðað. Veit um eina erfidrykkju þar sem þetta var spilað á nikku ásamt Tryggðarpantinum.(komdu og skoðaðu í...) Finnst þetta bara flott þegar það á við, betra heldur en að syngja "Á vegamótum þegar æskan endar" eftir Eyþór Stef. við brúðkaup! Spurning frá bóndanum: söngst þú á kirkjugarðaþingi sem haldið var á Ísafirði fyrir ca. fimm árum, að haustlagi? Kær kveðja úr skjóli jökla. Gulla

     
  • At 30/12/07 1:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ja, hérna. en...spes.

    viss um að þú gerðir þetta vel, mín kæra.

     
  • At 30/12/07 2:30 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Já Gulla og Baun það er ótrúlegt hvað fólki dettur í hug þegar kemur að lagavali í hinum og þessum athöfnum og margar skondnar sögur til af því. En -nei ég söng ekki á þinginu hér um árið:)

     
  • At 5/1/08 11:48 e.h., Blogger Óli Vignir said…

    Kæra Frænka.
    Bloggið þitt er frábært.
    Ég varð alveg "hooked" á textann þinn við "I wish you a very Christmas" sem ég fann á blogginu hennar Ólínu Þorvarðardóttur. Ég er búinn að æfa og syngja þetta með minni takmörkuðu söng- og gítarspilskunnáttu með miklu stolti. Þolendur tilburðanna eru enn heimabúandi synir mínir ÓliVignir og Unnar, og einnig mín fjarbýlisfrú, hún Óla.
    Og þetta með "síldarvalsinn". Ég sæki um að spila undir hjá þér á harmonikku á einhverju ættarmóti framtíðarinnar.
    Kveðja
    Óli Vignir

     
  • At 6/1/08 10:46 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Sæll frændi, takk fyrir innlitið og ég er alveg til í að syngja með þér á ættarmóti sem verður nú vonandi bráðum,of langt síðna síðast.

     

Skrifa ummæli

<< Home