veðurteppa
Lítur ekki út fyrir flug í dag. Ég fékk þó það fallegasta útsýnisflug sem hugsast getur þegar ég flaug til borgarinnar á sunnudaginn. Mér fannst ég vera stödd inn í miðju póstkorti.
Æfingar með Sinfó gengu vel. Allir mjög spenntir að fara og þá aðallega hvort það verði flogið vestur á morgun. Ef flug frestar riðlast all og ekki víst að hægt verði að hafa þessa skólatónleika sem ég hef lagt heilmikla vinnu í að undirbúa. Nú jæja ekki er öll von úti enn svo það er best að bíða og sjá.
Fór í bíó í gærkveldi, sá Brúðgumann eftir Baltasar og hafði gaman af. Myndatakan var einstaklega falleg og mörg mjög kómísk atriði sem og tragikómísk. Svo er ég búin að láta dekra við mig, kaupa mér rauða skó, hitta börnin og sitja föst í umferðarsultu.
Lífið er gott.
Æfingar með Sinfó gengu vel. Allir mjög spenntir að fara og þá aðallega hvort það verði flogið vestur á morgun. Ef flug frestar riðlast all og ekki víst að hægt verði að hafa þessa skólatónleika sem ég hef lagt heilmikla vinnu í að undirbúa. Nú jæja ekki er öll von úti enn svo það er best að bíða og sjá.
Fór í bíó í gærkveldi, sá Brúðgumann eftir Baltasar og hafði gaman af. Myndatakan var einstaklega falleg og mörg mjög kómísk atriði sem og tragikómísk. Svo er ég búin að láta dekra við mig, kaupa mér rauða skó, hitta börnin og sitja föst í umferðarsultu.
Lífið er gott.
10 Comments:
At 22/1/08 12:31 e.h.,
GEN said…
Gaman að hitta þig í gær, Árnesingarnir báðu afskaplega vel að heilsa þér... :-)
At 22/1/08 1:57 e.h.,
Nafnlaus said…
Það verður einfaldlega að vera flugveður á morgun..ég krossa alla putta. Gulla Hestnes
At 22/1/08 1:59 e.h.,
Nafnlaus said…
Hérna....hvað er umferðarsulta?
At 22/1/08 4:40 e.h.,
Syngibjörg said…
Gen; já sömuleiðis og takk fyrir kveðjuna.
Krossa líka putta og tær, Gulla.
Sko, umferðarsulta er svona löng löng alveg afskaplega löng röð af bílum sem mjakast áfram.
At 22/1/08 4:40 e.h.,
Syngibjörg said…
Gen; já sömuleiðis og takk fyrir kveðjuna.
Krossa líka putta og tær, Gulla.
Sko, umferðarsulta er svona löng löng alveg afskaplega löng röð af bílum sem mjakast áfram.
At 22/1/08 5:53 e.h.,
Meðalmaðurinn said…
Ætli það sé ekki meira svona umferðarmarmelaði í krapinu í dag allavega :S
At 22/1/08 7:04 e.h.,
Nafnlaus said…
rauðir skór?? það var lagið vinkona!
At 22/1/08 10:38 e.h.,
Nafnlaus said…
Þið rauðuskórstelpur eruð dásamlegar!Gulla Hestnes
At 22/1/08 11:08 e.h.,
Ameríkufari segir fréttir said…
Rauðir skór-frábært:)
At 26/1/08 10:44 e.h.,
Nafnlaus said…
Ok, lífið er gott, en hvernig gekk? Bíð spennt mín kæra.Gulla Hestnes
Skrifa ummæli
<< Home