Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, janúar 07, 2008

á ferð og flugi

Eftir að hafa "skoppað" í háloftunum á leið til Köben án þess að fá taugaáfall og svitna eins og ansk.....verðskulda ég hrós dagsins. Í gegnum tíðina hef ég verið óstjórnlega flughrædd og tók það sem verkefni til að sigrast á þegar ég ákvað að skrá mig í þetta nám. Hingað til hefur þetta gengið svona la la og hjartað tekið aukaslög við minnsta hopp en í dag var ég eitthvað svo yfirveguð með ipodinn í eyrunum. Stórmerkilegt því það var mikil ókyrrð í loftinu. Svo kannski er ég farin að venjast þessu - loksins - !! segi nú ekki meir.

Á Konges Ny Torv var heljarinnar snjóskafl, sem var eiginlega eins og illa gerður hlutur þarna því það er allt marautt hér í borginni. Einhverjir skólastrákar voru að henda snjónum í hvorn annan og miðaldra kona sem gekk framhjá starði á þá og hnussaði svo. Ég aftur á móti skildi svo vel þennan bægslagang því það er ekkert eins skemmtilegt og að leika sér í snjó. Brosti því út í annað og hélt leið minni áfram.
Er búin að fara í Illum, kaupa mér geitaost og fleira góðgæti. Einhverra hluta vegna er geitaostur lúxussvara á Íslandi og þegar maður tímir að kaupa sér smá bita þá reynir maður að eiga hann eins lengi og lyktin leyfir. Lítið stykki kostar um þúsund kallinn og væri ég kvenna glöðust ef úrvalið af þessari frábæru vöru væri meira í verslunum heima.

En núna eru garnirnar farnar að gaula og það skal ég segja ykkur er ekki fallegur söngur.
Syngibjörg kveður í bili frá kóngsins köben.

Lífið er gott.

10 Comments:

  • At 7/1/08 8:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mæli nú ekki með matarkaupum í Illum hér í Köben.
    Flestir staðir ódýrari og meira og minna sama vara...

     
  • At 7/1/08 10:12 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    nei ég veit, en ég kom í dag, fór beint í skólann og enginn tími til að fara annað að svo stöddu....

    En gleðilegt nýtt át HT:O)

     
  • At 7/1/08 10:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    alveg er ég sammála þér með geitaostinn, algjör glæpur hvað hann er dýr hér.

    gangi þér vel í Köben mín kæra:)

     
  • At 7/1/08 10:48 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    takk baunin mín.

     
  • At 7/1/08 10:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gleðilegt ár og gangi þér vel í öllu. Ég ætti kannski að fá mér eyrnaítroðslutæki fyrir vetrarferðirnar! Gulla Hestnes

     
  • At 8/1/08 10:38 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk Gulla, það er algerlega nauðsynlegt að vera með einhverskonar tónlist í eyrunum á ferðalögum.

     
  • At 8/1/08 2:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Vá hvað þú ert dugleg!!! Ég er búin að reyna hvað ég get að ná tökum á minni flughræðslu en gengur eitthvað hægt. Hélt ég væri í svo góðum málum þegar ég flaug síðast en endaði samt einhvern veginn hágrenjandi með flugfreyjurnar að horfa á mig vorkunnaraugum!

     
  • At 9/1/08 2:59 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Mér þykir þú dugleg með flugið. Það kemur að þessu einn daginn hjá mér vonandi.
    Gott að lífið er gott, þannig er það best.

     
  • At 9/1/08 8:05 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    ... annars bara allt gott, er það ekki ;) Takk fyrir kíkkið, á meira púrtvín ef ég sé þig á bakaleið.

     
  • At 9/1/08 8:14 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    jú allt er gott , mjög gott og það aldrei að vita hvort ég komi í meira púrtvín marta mín.

    já og takk allir hinir, finnst ég voða dugleg.

     

Skrifa ummæli

<< Home