Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, janúar 18, 2008

Afskaplega venjulegt

Það er föstudagur, pizzan komin í ofninn og börnin horfa á mynd. Stundum er lífið alveg óskaplega hversdagsleg. Svona flesta daga. Maður er að sýsla við þetta daglega amstur, setja í vél, taka úr vél og hengja upp, kaupa í matinn og elda. Ala upp afkvæmin, sinna vinnu, fjölskyldu og vinum ásamt því að reyna að hafa einhver áhugamál. Stundum er vinnan áhugamálið, eins og í mínu tilfelli, og þá þarf að finna rétta taktinn í þetta allt saman. Áðan var ég t.d óskaplega glöð yfir hversdagslegum hlut eins og eldhúsrúllu. Einhvernveginn hafði myndast þrýstingur í pizzu- sósu flöskunni því þegar ég opnaði hana frussaðist sósan út og upp um alla veggi og á eldhúsinnréttinguna. Í fátinu sem myndaðist rak ég mig í þrýstikönnuna, hún datt og kaffið flæddi út um allt borð. Fyrsta sem ég gerði var að fálma í áttina að eldhúsrúllunni og byrja að þurrka upp allt gumsið.
Hversdagurinn er dagurinn í dag, með öllum litlu hlutunum sem skipta okkur svo miklu máli. Maður ætti að reyna að njóta hans betur.
Og núna er pizzan bökuð, ég set diska og glös á borðið, kveiki á kertum, næ í kókið inn í ískáp og kalla; það er kominn matur.......

Lífið er gott.

8 Comments:

  • At 18/1/08 8:06 e.h., Blogger Kristín said…

    Kertin gera útslagið. Og náttúrulega eldhúsrúllan í þessu tilviki. Minnir mig á þegar ég vann á veitingahúsi sem var með Heinz tómatsósuflöskur á öllum borðum, fylltum af einhverri Valsdrullu af kútum. Stundum myndaðist einhvers konar loftgerjun í margáfylltum flöskunum og gátu orðið ansi sjoppuleg sósuslys inni í bakherbergi... ekki góð minning. Minnir mig sífellt á hvað það er nú mikið gott að vera hætt að vera þjónustustúlka.

     
  • At 18/1/08 8:51 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Kertin eru ómissandi- bjarga alltaf ömurlegum dögum hjá mér ásamt góðum te bolla.


    Lifi tómatsósan!!!

     
  • At 18/1/08 9:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    þegar ég fæ strákana mína (á föstudögum) bý ég alltaf til pítsu, finnst svo notalegt að skapa svona fasta punkta í fráskilda lífinu. maður verður jú að koma sér upp nýjum lífstakti. og já, lífið er gott.

     
  • At 18/1/08 9:09 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    mikið er ég sammála þér baun. Pizzu bakstur minn er einmitt til þess gerður að skapa fasta punkta í mitt hversdagslega líf.

     
  • At 18/1/08 9:34 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Sorrý, það kraumar í mér hláturinn .. En Kristín, það er bannað að hallmæla Vals, vinkonur mínar kalla það aldrei annað en Chateu la Vals, enda flottasta af öllu flottu !!

     
  • At 19/1/08 4:59 f.h., Blogger GEN said…

    Já,lífið er sannarlega gott :-)

     
  • At 19/1/08 11:49 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Dittó! Gulla Hestnes

     
  • At 22/1/08 9:17 f.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Lífið er gott. Gott að minna sig á það stundum :-)

     

Skrifa ummæli

<< Home