Ég keypti mér framkvæmdabókina í Pennanum í gær.
Sýnist það vera eina leiðin til að halda utan um allt sem er á döfinni hjá mér þessa dagana.
Verkefnið á vegum Sinfóníunnar er frekar stórt því ég þarf að semja texta yfir verkin 6 sem flytja á á skólatónleikunum, kunna hann svona nokkurn veginn svo ég haldi athygli barnanna. Svo auðvita að læra textana við lögin sem ég á að syngja utanbókar svo ég standi ekki þarna með nefið ofan í nótunum. Agalega sem mér finnst það alltaf halló þegar fólk kann ekki það sem það er að syngja. Hef nokkru sinnum farið á einsöngstónleika þar sem fólk var með nóturnar á nótnastandi fyrir framan sig. Mann vantaði algerlega að fá samband við söngvarann því hann var svo upptekinn af nótunum og textanum. Túlkunin náði engann veginn í gegn og eftir sat maður hálf undarlegur og tómur.
Færð á vegum er ágæt fyrir morgundaginn en ég legg af stað heim til Ísafjarðar um hádegi.
Lífið er gott.
Sýnist það vera eina leiðin til að halda utan um allt sem er á döfinni hjá mér þessa dagana.
Verkefnið á vegum Sinfóníunnar er frekar stórt því ég þarf að semja texta yfir verkin 6 sem flytja á á skólatónleikunum, kunna hann svona nokkurn veginn svo ég haldi athygli barnanna. Svo auðvita að læra textana við lögin sem ég á að syngja utanbókar svo ég standi ekki þarna með nefið ofan í nótunum. Agalega sem mér finnst það alltaf halló þegar fólk kann ekki það sem það er að syngja. Hef nokkru sinnum farið á einsöngstónleika þar sem fólk var með nóturnar á nótnastandi fyrir framan sig. Mann vantaði algerlega að fá samband við söngvarann því hann var svo upptekinn af nótunum og textanum. Túlkunin náði engann veginn í gegn og eftir sat maður hálf undarlegur og tómur.
Færð á vegum er ágæt fyrir morgundaginn en ég legg af stað heim til Ísafjarðar um hádegi.
Lífið er gott.
3 Comments:
At 12/1/08 10:58 e.h.,
Nafnlaus said…
Keyrðu varlega og góða heimkomu. Gleymi aldrei þegar norðlenski tenórinn söng þjóðsönginn fyrir alþjóð með brillurnar á nebbanum, og tónninn fór beint niður í nóturnar/textann. Taktu þér tíma og lærðu rulluna...það er flottast. Hornfirsk ró kveður.
At 13/1/08 9:15 e.h.,
Ameríkufari segir fréttir said…
sammála mömmu-alltaf best þegar fólk veit hvað það syngur-hahaha ég svo fyndin svona á sunnudögum:)
At 14/1/08 10:32 f.h.,
Harpa Jónsdóttir said…
Spennandi!
Alveg sammála með textana - það er svo lummó að hanga ofan í nótunum...
Skrifa ummæli
<< Home