Afmæli

Í kafaldsbyl komum við heim áðan ég, afmælisbarn dagsins og snáðinn. Við þurftum að skilja bílinn eftir upp á vegi því það skefur svo í brekkuna hingað heim að húsi að það var ekki hægt að taka sénsinn á að komast alla leið að húsinu, hvað þá að komast frá húsnu á bíl í vinnu á morgun.
Það var reyndar ekki svona veður þegar hún Brynja Sólrún fæddist fyrir 11 árum. Það hafði að vísu snjóað í borginni en við bjuggum þá á Grettisgötunni og ég búin að bíða eftir henni í 10 daga.
En þegar hún ákvað svo loks að koma tók það hana örskotstund að koma í heiminn og skildi hún engin ummerki eftir sig nema skælbrosandi móður og ömmu sem horfðu svo undrandi á þessa löngu stúlku. Sólin sést aftur hér á Ísafirði um þessar mundir og fékk því stúlkan nafn sem minnti á þá sólarkomu.
Elsku Brynja Sólrún, til hamingju með 11 ára afmælið.
12 Comments:
At 30/1/08 9:57 e.h.,
Nafnlaus said…
hjartanlega til hamingju með þessa fallegu stúlku - sem á afmæli sama dag og ég:)
At 30/1/08 10:26 e.h.,
Nafnlaus said…
til hamingju með skottu :)
At 30/1/08 10:56 e.h.,
Nafnlaus said…
Hjartanlega til hamingju með þessa björtu og fallegu stelpu. Farðu varlega í snjónum, hann spáir illa. Guðlaug Hestnes
At 30/1/08 11:50 e.h.,
Gróa said…
Skilaðu kveðju frá okkur í Aðaldalnum til afmælisstúlkunnar.
See you soon :)
At 31/1/08 1:43 f.h.,
Ameríkufari segir fréttir said…
Falleg stelpa. Til hamingju með hana, Syngibjörg mín.
At 31/1/08 8:33 f.h.,
Harpa Jónsdóttir said…
Innilega til hamingju með hana!
At 31/1/08 8:45 f.h.,
Syngibjörg said…
Takk fyrir kveðjurnar kæru vinir.
At 31/1/08 9:40 f.h.,
Nafnlaus said…
Til hamingju með stelpuna þína. Sólrúnin mín fæddist 3. febrúar fyrir rétt tæpum sex árum. Sem mér finnst vera þrjú...
At 31/1/08 11:47 f.h.,
Syngibjörg said…
einmitt Kristín, mér finnst ég nefnilega ekkert eldast en sé hvað tíminn líður hratt þegar ég horfi á börnin mín.....össss
At 31/1/08 3:27 e.h.,
Meðalmaðurinn said…
Eðanú, gleymdi að kíkja á bloggið þegar frænka átti afmæli - en innilega til hamingju, alltaf gaman að eiga afmæli!
At 31/1/08 5:11 e.h.,
Nafnlaus said…
Til hamingju með ammælið Brynja skvís!
Kveðja úr holtinu.
At 31/1/08 6:16 e.h.,
Syngibjörg said…
Brynja Sólrún þakkar fyrir allar kveðjurnar:O)
Skrifa ummæli
<< Home