öfugsnúna emma
Er á leið á þorrablót hjá Góustaðafjölskyldunni.
Finnst súrmatur reyndar vondur.
En sviðasultan og harðfiskurinn stendur alltaf fyrir sínu.
Líka hangikjetið og uppstúfið.
Á að koma með skemmtiatriði en daman neitar að taka þátt.
Hún er í dag undin og snúin og ég velti því fyrir mér hvort unglingurinn
hafi tekið sér bólfestu í henni daginn sem hún varð 11.
Finnst það eiginlega dáldið hryllilegt og allt of snemmt.
Ég snýst hér í kringum hana við undirbúning á afmælisveislu
og er búin að baka eina uppáhaldsköku og núna eru vatnsdeigsbollurnar í ofninum.
Í staðin fæ ég önugheit og langar bara til að henda henni út í næsta skafl og
segja henni að gera þetta bara sjálf.
Ef það er eitthvað sem fer í mig er það vanþakklæti.
Finnst súrmatur reyndar vondur.
En sviðasultan og harðfiskurinn stendur alltaf fyrir sínu.
Líka hangikjetið og uppstúfið.
Á að koma með skemmtiatriði en daman neitar að taka þátt.
Hún er í dag undin og snúin og ég velti því fyrir mér hvort unglingurinn
hafi tekið sér bólfestu í henni daginn sem hún varð 11.
Finnst það eiginlega dáldið hryllilegt og allt of snemmt.
Ég snýst hér í kringum hana við undirbúning á afmælisveislu
og er búin að baka eina uppáhaldsköku og núna eru vatnsdeigsbollurnar í ofninum.
Í staðin fæ ég önugheit og langar bara til að henda henni út í næsta skafl og
segja henni að gera þetta bara sjálf.
Ef það er eitthvað sem fer í mig er það vanþakklæti.
4 Comments:
At 2/2/08 6:33 e.h.,
Meðalmaðurinn said…
Já bara henda henni út í skafl, það hefði minn pabbi gert.. eða allavega hótað því ;)
At 2/2/08 7:40 e.h.,
Nafnlaus said…
sonna sonna...er þetta ekkert að lagast?
At 2/2/08 9:43 e.h.,
Blinda said…
Þetta kallast fyrra gelgjuskeið og er yfirleitt heldur leiðinlegt, en sem betur fer skammvinnt. Anda bara út um tærnar og brosa, þetta lagast :-)
At 2/2/08 11:06 e.h.,
Nafnlaus said…
Æ, hún er ekki vanþakklát í raun. Stíll dömunnar að þykjast vera doldið fullorðin. Gulla Hestnes
Skrifa ummæli
<< Home