Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Birtan sem skín á freðnar tær

Vá hvað ég er búin að moka mikinn snjó síðustu daga. Að ég tala nú ekki um notkunina á bleiku fínu sköfu- kústinum sem ég fjárfesti í í fyrra. Maður bregður sér varla í búð að ekki þurfi að skafa frostrósir af rúðum og sópa snjóinn af bílnum. Ég hef í þessu frosti tekið ástfóstri við ullarsokkapar sem ég fann hér í reiðileysi. Það liggur við að ég sofi í þeim. Veit að það er nú ekkert voða sexý en hva......hér er nú enginn að svo stöddu til að þýða freðnar tær, en ég er með eindæmum fótköld kona.
Ég ætla að leggjast í ferðalag um helgina og bregða mér norður. Það kostar millilendingu í höfuðborginni og bið í tvo tíma, en ferðafélagi minn ætlar að hafa ofan af fyrir mér áður en við höldum áfram til Akureyrar. Helgin fer svo í að kenna norðlensku ungu fólki listina að syngja ásamt því að fara í leikhús og heimsækja fólk.
Eina sem kemur í veg fyrir þetta frábæra plan er auðvita veðrið.
Allt veltur á því þessa dagana.
Við höfum að vísu notið þess að hafa snjóinn og farið á skíði. Birtan verður líka svo undarlega blá og falleg. Sólin hefur verið að gægjast fram og myndað fallega liti í skýin.

Sólin hefur líka heimsótt mig.
Skín á mig alveg óumbeðin.
Og ég baða mig í birtunni.
Brosandi.

4 Comments:

  • At 7/2/08 10:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Freðnar tær tilheyra þessum bansetta kulda og ef þú kemst norður óska ég þér alls góðs. Farðu varlega í öllu þessu fannfergi. Kveðja úr hornfirskum kuldatrekki og hagléli. Gulla Hestnes

     
  • At 7/2/08 10:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Úpps, vantaði eitt N í þann bannsetta! Gulla Hestnes

     
  • At 8/2/08 9:06 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    megi allt ganga að óskum, Syngibjörg:)

     
  • At 8/2/08 12:40 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    muuuu....komst ekki í dag...sjáum til á morgun.

     

Skrifa ummæli

<< Home