Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, febrúar 08, 2008

Það sem bjargað getur leiðindum

Þetta eru nú meiri leiðindin. Það fór eins og mig grunaði. En B planið er enn við líði og við sjáum hvað setur á morgun.
Ég kemst þó í matarklúbbinn en norðurferðin var nú númer eitt á óskalistanum. Í þessum matarklúbb er 5 vaskar konur með mikinn áhuga á matargerð. Hver og ein kemur með einn rétt og oft verður til hin skemmtilegasta samsetning við matarborðið og bragðlaukarnir fara alveg á flug.
Ég ákvað að bjóða þeim upp á eftirréttinn sem ég hafði ætlað mér að bjóða mínu föruneyti ásamt vinkonu minni í Aðaldalnum upp á en fyrst það er ekki í boði þá fá þær að njóta og þið sem þetta lesið .

Jarðarber með rauðvíni.

600 gr. jarðarber
100gr. sykur
safi úr einni appelsínu eða sítrónu
2-3 dl. rauðvín

Sjóða saman vínið, safann og sykurinn þangað til lögurinn fer að þykkna. Kælið.
Skerið jarðarberin í hæfilega stóra munnbita hellið kældum leginum yfir og látið standa í kæli í smá stund.
Berið fram með þeyttum rjóma.
Einnig má nota hindber í stað jarðarberja.

Syngibjörg mælir með þessum eftirrétti því hann sló í gegn hér um daginn og gott ef ekki fylgdi smá matarást í kjölfarið. Ekki spillir hinn höfugi ilmur sem fyllir húsið þegar lögurinn fer að sjóða.

Njótið svo kvöldsins.

7 Comments:

  • At 8/2/08 9:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Jömmííí....jarðarber+rauðvín...getur ekki klikkað :-)

     
  • At 8/2/08 9:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Bansett veður og leitt að norðurferðin datt uppfyrir. Eftirrétturinn hljómar "gúmmelaðe". Ekki hissa þótt einhver hafi fengið matarást á þér. Vonandi sleppur kjálkinn við verra veður. Kær kveðja Gulla Hestnes

     
  • At 8/2/08 10:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já elskan, vona svo sannarlega að þú komist í bæinn á morgun og getir snætt með okkur.
    Kv.Bryndís

     
  • At 8/2/08 10:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    namminamm, hljómar vel :)

     
  • At 9/2/08 12:13 e.h., Blogger Unknown said…

    Hljómar sem dásemdardesert. Ætla að prófa strax í dag. Þú virðist kunna ýmislegt fyrir þér við hlóðirnar. Hlakka til næstu uppskriftar.
    Bestu kveðjur
    Hulda H.

     
  • At 9/2/08 3:26 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    ég ætla að prófa líka...en segðu mér eitt, ég er engin rauðvínsmanneskja, akkúrat engin. kemur rauðvínsbragðið mikið fram?
    Vonandi kemstu í flug.

     
  • At 11/2/08 12:02 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    SVanfríður: það kemur yndislega góður keimur af rauðvíni en blandan er alveg sérstök og er bara best að prufa og sjá hvort þér líkar:O)

    Hulda; vona að þetta hafi heppnast vel og öllum líkað.

     

Skrifa ummæli

<< Home