Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

dagurinn í dag

Mikið svakalega er ég búin að vera dugleg að hvíla mig. Hef bara ekki gert neitt annað í dag nema jú ég afrekaði að fara undir sturtuna þó sjúkraliðinn í hvítu gúmmurunum væri víðsfjarri.
Skrítið þegar maður er tekinn svona úr sambandi og öryggisventillinn fer. Maður verður meira að segja þreyttur á að labba nokkra metra á klósettið. Verstur er þó sviminn, ég er stöðugt í einskona vímu. Ljóta ástandið.

Á morgun fæ ég gest sem ég hef beðið eftir á aðra viku. Planið var að fara á skíði og stunda aðra útivist en í staðinn verða degin fram spil og eldaður góður matur. Sennilega farið í bíltúr. Það er svona það mesta sem Syngibjörg megnar í stöðunni.
Svo trúi ég því að góðir hlutir gerist hægt.
Farið vel með ykkur og munið að knúsa þann sem ykkur þykir vænt um.
Maður veit aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér og þá gæti það verið orðið of seint.

5 Comments:

  • At 20/2/08 9:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Farðu varlega, og leyfðu okkur að fylgjast með þér. Kveðja Gulla Hestnes

     
  • At 20/2/08 10:51 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Þekki þetta - ekki það að ég viti hvað er að, en ég þekki svona aðstæður. Og ég þekki líka hvað það er auðvelt að fara fram úr sér, sérstakega þegar góða gesti ber að garði (brenni mig á því reglulega reyndar).
    Gangi þér vel í batanum.

     
  • At 20/2/08 10:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    sendi hugrænt knús, mín kæra.

     
  • At 21/2/08 1:23 f.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Elsku kerlan mín. Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með þér. Njóttu þín vel með gestinum og haltu áfram að halda utan um þig.

     
  • At 23/2/08 1:49 e.h., Blogger Halldís said…

    vona að þér líði betur!

    helduru að þú komist í heimsókn 9. mars?

    knús frá Odense

     

Skrifa ummæli

<< Home