Einn líkami- eitt líf
Ýmislegt hefur á daga mína drifið síðan ég bloggaði síðast. Ber þá helst að nefna eftirfarandi,
- verið frá vinnu sökum flensu í heila 3 daga
- fundist flensan vera að dvína sl. laugardag og farið þ.a.l. í Bónus
- tekið að mér vinkonu Brynju í næturheimsókn það kvöld
- setið og lesið moggann í mestum makindum eftir Bónusferðina og fengið þá aðsvif
-keyrð niður á heilsugæslustöð og svö lögð inn á spítalann
- sett í rannsóknir
- verið algerlega ósjálfbjara og studd á klósettið
- verið böðuð af sjúkraliða í hvítum gúmmístígvélum
- fengið heimsóknir og blóm
- fengið krampa og óútskýranlega kippi
- fengið vírus í miðeyrað sem veldur svima og ógleði
- fengið að vita að í dag er þriðjudagur því ég var síðast með fulle fem á laugardaginn
- komið heim og sagt að vera frá vinnu út þessa viku a.m.k.
- fengið lyf við fyrirbæri sem hefur hrjáð mið alla tíð og ég vissi ekki að hægt væri að taka pillu við
- haft í krinum mig dásamlegt fólk sem er tilbúið að gera allt fyrir mig, nefnilega fjölskylduna mína
- fengið falleg sms og hvatningu frá vini sem er mér allt því hann er fallegur jafnt að innan sem utan.
- fengið skýr skilaboð um það hversu dýrmætt það er að hafa góða heilsu
Nú dugar ekkert annað en að vera hlýðin.
- verið frá vinnu sökum flensu í heila 3 daga
- fundist flensan vera að dvína sl. laugardag og farið þ.a.l. í Bónus
- tekið að mér vinkonu Brynju í næturheimsókn það kvöld
- setið og lesið moggann í mestum makindum eftir Bónusferðina og fengið þá aðsvif
-keyrð niður á heilsugæslustöð og svö lögð inn á spítalann
- sett í rannsóknir
- verið algerlega ósjálfbjara og studd á klósettið
- verið böðuð af sjúkraliða í hvítum gúmmístígvélum
- fengið heimsóknir og blóm
- fengið krampa og óútskýranlega kippi
- fengið vírus í miðeyrað sem veldur svima og ógleði
- fengið að vita að í dag er þriðjudagur því ég var síðast með fulle fem á laugardaginn
- komið heim og sagt að vera frá vinnu út þessa viku a.m.k.
- fengið lyf við fyrirbæri sem hefur hrjáð mið alla tíð og ég vissi ekki að hægt væri að taka pillu við
- haft í krinum mig dásamlegt fólk sem er tilbúið að gera allt fyrir mig, nefnilega fjölskylduna mína
- fengið falleg sms og hvatningu frá vini sem er mér allt því hann er fallegur jafnt að innan sem utan.
- fengið skýr skilaboð um það hversu dýrmætt það er að hafa góða heilsu
Nú dugar ekkert annað en að vera hlýðin.
13 Comments:
At 19/2/08 6:13 e.h.,
Blinda said…
Dúllan mín...gott að allt er á uppleið og þú ert komin á ról.
Batakveðjur XXX
At 19/2/08 7:48 e.h.,
Kristín said…
úff, batnaðarkveðja, KJ.
At 19/2/08 8:07 e.h.,
Meðalmaðurinn said…
Gott að heyra að þetta er í rénun og þú komin heim - gangi þér vel!
At 19/2/08 8:20 e.h.,
Syngibjörg said…
kæra þakkir, er svona að braggast og farin að ganga hjálparlaust en styð mig við einstaka húsgögn sem á vegi mínum verða.
At 19/2/08 9:18 e.h.,
Nafnlaus said…
Viltu bara gjöra svo vel að fara vel með þig kæra vinkona :-)
Er með kveðju til þín frá Sigrúnu fyrrum söngnema. Er að kenna henni tónfræði í vetur.
Kv:Bryndís B.
At 19/2/08 9:32 e.h.,
Nafnlaus said…
elsku kellingin! sendi þér mínar allra bestu batakveðjur, ósköp er að heyra þetta.
farðu nú vel með þig.
At 19/2/08 9:42 e.h.,
Nafnlaus said…
OMG!! Þú verður að fara vel með þig. Gangi þér vel. Kv, Jóna
At 19/2/08 10:55 e.h.,
Harpa Jónsdóttir said…
Ææææææææ! Sendi þér mínar allra bestu barakveðjur! En mikið er samt gott að vita að þú sért í góðum höndum.
Og muna svo að faravelmeðsig...
At 20/2/08 3:24 f.h.,
Ameríkufari segir fréttir said…
Hvað ertu bara að segja!!! Ég las tvisvar yfir pistilinn svo ég misskildi ekki neitt.
Ég sendi eins miklar batakveðjur og rúmast yfir hafið:) vonandi batnar þér sem fyrst og kemst á ról á ný. Gott að vita að þú átt góða að. Farðu vel með þig, kveðjur,Svanfríður.
At 20/2/08 9:56 f.h.,
Nafnlaus said…
Æ, æ, æ, þetta er nú meira ástandið! Ég vona að þú jafnir þig fljótt og örugglega en til þess þarftu auðvitað að vera dugleg að hvíla þig og reyna að hafa það gott miðað við aðstæður.
Sendi hlýjar hugsanir yfir hafið.
At 20/2/08 10:13 f.h.,
Nafnlaus said…
Mér brá mín kæra. Vonandi fer þetta að lagast og þú lofar að vera góð. Kveðja, Gulla Hestnes
At 20/2/08 4:00 e.h.,
Nafnlaus said…
Kram og knús..
farðu vel með þig og horfðu svo brosandi til framtíðar - Mjöll
At 20/2/08 9:03 e.h.,
Syngibjörg said…
takk fyrir kveðjurnar kæru vinir, þær hafa gefið mér heilmikið:O)
Skrifa ummæli
<< Home