Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, febrúar 15, 2008

Vísnaskáldið

Afskaplega varð ég glöð þegar ég sá í Kastljósi í gær að góður kollegi ásamt fleirum er búinn að skipuleggja tónleika með lögum Berþóru Árnadóttur vísnaskáldi og söngkonu. Ég var alltaf mikill aðdáandi Bergþóru og spilaði plötur hennar alveg út í eitt, kunni alla textana og var búin að sitja við píanóið og grufla upp lögin hennar. Það er einhver tónn í Bergþóru sem er svo hreinn og hittir beint í hjartað. Fannst flutningur Svavars Knúts í Kastljósinu á laginu Frá liðnu vori, fallegur og einlægur en hann hefur líka mjög þýða rödd og gott eyra því hann söng fyrstu erindin án undirleiks og notaði svo lítinn gítar og gott ef ekki heyrðust einstaka "Bergþóru hljómar" í undirspilinu.

Þessi síða er til einkuð henni og þar má lesa um tónleikana í Salnum í kvöld.

2 Comments:

  • At 15/2/08 6:42 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Vonandi er þér batnað Syngibjörg mín og einnig vona ég að allt annað sé í himnalagi.
    Ég segi það aftur...þú mátt fá Bert lánaðan:) á meðan yours truly er enn handan við hornið.
    Hér í henni USofA er parasíða sem heitir Match.com og þar er fólki lofað 6 mánuðum frírri áskrift ef engin pörun næst yfir fyrstu 6 mánuðina. Á ég að skrá þig:)Þá allavega fæ ég þig í heimsókn!

     
  • At 15/2/08 9:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott tilboð frá dóttur minni! Svavar söng fallega, og jú ég heyrði hljóm Bergþóru hjá honum. Hún var flott vísnasöngkona. Góða og heilsubatnandi helgi. Guðlaug Hestnes

     

Skrifa ummæli

<< Home