Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, mars 25, 2008

þetta helst

Síðan síðasta bloggfærsla var gerð hefur ýmislegt drifið á dagana m.a. hef ég

- næstum því misst af fluginu heim frá Köben
- hlaupið eins og byssubrandur um allan Kastrup til að ná hliði A2
- fengið hlýjar móttökur á Leifi
- hvílt mig óendanlega mikið
- lesið og drukkið kaffi
- prjónað
- sofið mikið
- hitt vini og drukkið meira kaffi
- knúsað og kysst
- eldað góðan mat
- farið á Kommúnuna í Borgarleikhúsinu og hlegið mig máttlausa
- keyrt heim til Ísafjarðar
- farið á skíði í bongó blíðu
- hugsað hvað lífið er frábært þegar öllu er á botninn hvolft
- spáð í að hætta að blogga
- hætt við að hætta að blogga
- eldað unaðslegan mat og drukkið gott vín með
- farið á skrall og dansað á Aldrei fór í suður rokkhátíðinni
- sungið ör útgáfu af Jóhannesarpassíunni á föstudaginn langa
- lánað bílinn minn til unglingsins
- hýst heila hljómsveit
- átt frábært páskafrí
- kvatt Birgi enn einu sinni
- þvegið af öllum rúmunum eftir gestaganginn
- talað við lækninn
- farið í leghálsspeglun
- upplifað hræðslu við sjúkdóm
- lært að hlusta á líkamann

Og núna hefst rútínan að nýju með kennslu og uppeldi á tveimur gormum. Sem er bara gott því ég er farin að sakna nemendanna eftir veikindafríið. Verð bara að muna að það er allt í lagi að leggja sig smá stund í sófann þegar maður er þreyttur og fara líka fyrr að sofa sem er eiginlega stærsta verkefnið sem ég þarf að glíma við næstu vikur. Það mun heyrast siguróp um allann bloggheim þegar sá dagur rennur upp.

3 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home