Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, mars 11, 2008

Köben

Hér í Kaupmannahöfn er vorið á næsta leiti. Maður sér brum á trjánum og finnur vorilminn í loftinu. Sólin skín glatt og það er notalegur hiti úti. Afskaplega góð tilbreyting frá öllum snjónum heima á Ísafirði. Og með hverjum degi verð ég orkumeiri og sviminn er nánast horfinn. Svaf eins og ungabarn í 10 tíma í nótt sem betur fer því skólinn tekur mikla orku svona andlega séð því athyglin er yfir meðallagi því efnið er afskaplega spennandi. Sá annars flotta sumarlega skó sem mig langar í og svo fullt af dásamlegum fötum. Það er greinilegt að hvítt og ljósgrátt eru sumarlitirnir í ár ef marka má gínurnar í búðargluggunum á Köbmagergade. Væri svo sem alveg til í að skipta svarta vetrarlitnum út fyrir ljósari svona til að bjóða sumrinu inn. Er ekki sumardagurinn fyrsti annars bráðum? Eða eru páskarnir fyrst? allavega er ég komin í páskafrí þegar ég kem til landsins og verð nokkra daga í borginni og fer svo keyrandi heim til Ísafjarðar með Birgi og eitthvað af börnunum sem teljast 7 þegar við leggjum saman í púkk því hann á 3 og ég 4. Það telst nú bara harla gott en ótrúlega íslenskt eitthvað. Samsettar fjölskyldur og allt það dæmi. Ætli ég skrifi ekki einhverntímann færslu um það mál með reynsluna sem sem ég hef nú þegar á bakinu. Einhverntímann þegar ég er í stuði.
Núna aftur á móti en matartíminn búinn og best að fara að snúa sér að lærdómnum.

Lifið heil og njótið dagsins.

6 Comments:

  • At 11/3/08 6:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    vona að þér gangi vel í Köben, mér er nú sérlega hlýtt til þessarar borgar, enda býr kærastinn minn þarna;)

     
  • At 11/3/08 6:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Knúsaðu lífið og kauptu þér sumarföt! Gulla Hestnes

     
  • At 11/3/08 7:54 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Baun-ég vissi það ekki og vissi ekki að þú ættir kærasta-til hamingju með hann (ef maður segir svoleiðis en ég meina það vel.)
    Syngibjörg;ég ætla að segja eitt og hlustaðu vel; ÞÚ ÁTT ALLA ÞÁ SKÓ SKILIÐ SEM ÞÚ VILT KAUPA OG EF ÞÚ ERT BARA AÐ TALA UM EITT PAR, KAUPTU ÞAÐ ÞÁ OG HELST RAUÐA:)
    Gangi þér vel.

     
  • At 11/3/08 9:08 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk mine damer.....og skóna kaupa ég á morgun, en rauða fékk ég mér um daginn og er GEÐVEIK PÆJA í þeim hehe.........

    baunin mín....lol :O)

     
  • At 11/3/08 11:00 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Sumarið kemur - einhverntíman ;-)

     
  • At 12/3/08 8:59 f.h., Blogger HT said…

    Sumarið er hugarástand frekar en árstíð, sérstaklega á Íslandi.
    Og vorið... mmm... elska vorið.

     

Skrifa ummæli

<< Home