Að taka til og finna gersemar.
Þegar ég skildi hófst nýr kafli í mínu lífi - uppbygging með tilheyrandi flutningum og nýjum áherzlum. Án þess að það væri mjög skipulega gert þá samt var eins og undirmeðvitunindin væri mikið við völd því ég endurnýjaði allt og sagði skilið við allt það sem minnti mig á það sem var.
Fataskápurinn tók á sig nýja mynd, ég fékk mér ný gleraugu, lét hárið síkka og lét setja nýja mynd í kortin mín. Konan sem ég horfi á í dag er ekki sú sem var í speglinum fyrir tveimur árum. Og er ég guði mínum þakklát fyrir þann kjark sem ég loks fékk til að slíta mig lausa eftir 11 ára vanlíðan með tilheyrandi ofbeldi. En það er nú svo merkilegt hvernig mannskepnan er saman sett því eitthvert leitaði þessi vanlíðan. Og hjá mér fór hún í skrokkinn á mér. Hann tók við ruslinu og geymdi það svo vandlega í öllum vöðvum og hverri frumu. Því ákvað hann, skrokkurinn, að nú væri kominn tími til að losa sig við þetta rusl og hef ég því verið í úthreinsun með tilheyrandi mokstri. Það hefur ekki verið þrautalaust að standa í þessu en ég vona að í lokinn verði ég laus allra mála og geti farið að líta fram á veginn án þess að vera með fortíðina hangandi yfir mér eins og hvern annan draug.
Og með nýjum áherzlum skapast nýjir siðir og maður kynnist nýju fólki. Og því er vert að kynna til sögunnar manneskjuna sem hefur gefið mér trú aftur á ástina og kærleikann. Hann hitti ég þann 29. desember þegar ég fyrir tilstuðlan mágkonu minnar lét til leiðast að fara á kaffihús.
Og svoleiðis gerast hlutirnir þegar maður á minnst von á þeim......Búummmmm..........
Hann kom og sinnti mér þegar ég lá hér eftir spítalavistina, dekraði við mig hægri vinstri, færði mér morgun mat í rúmið og gaf mér hring á konudaginn. Jeminn.....ég varð nú bara dáldið feiminn, hafði aldrei upplifað svona áður. En ég naut þess og það er það sem maður á að gera, njóta þess að vera til og deila lífinu með þeim sem manni þykir vænt um. Hann bíður núna eftir því að ég komi suður og ætlar með mig í Bláa Lónið og svo út að borða. Flugið er kl. 14:50 í dag og viðrar ágætlega til flugs. En ég hef sjaldan verið eins glöð og ánægð með lífið því ég vissi ekki að til væru menn eins og hann.
Þetta er hann Birgir.
Fataskápurinn tók á sig nýja mynd, ég fékk mér ný gleraugu, lét hárið síkka og lét setja nýja mynd í kortin mín. Konan sem ég horfi á í dag er ekki sú sem var í speglinum fyrir tveimur árum. Og er ég guði mínum þakklát fyrir þann kjark sem ég loks fékk til að slíta mig lausa eftir 11 ára vanlíðan með tilheyrandi ofbeldi. En það er nú svo merkilegt hvernig mannskepnan er saman sett því eitthvert leitaði þessi vanlíðan. Og hjá mér fór hún í skrokkinn á mér. Hann tók við ruslinu og geymdi það svo vandlega í öllum vöðvum og hverri frumu. Því ákvað hann, skrokkurinn, að nú væri kominn tími til að losa sig við þetta rusl og hef ég því verið í úthreinsun með tilheyrandi mokstri. Það hefur ekki verið þrautalaust að standa í þessu en ég vona að í lokinn verði ég laus allra mála og geti farið að líta fram á veginn án þess að vera með fortíðina hangandi yfir mér eins og hvern annan draug.
Og með nýjum áherzlum skapast nýjir siðir og maður kynnist nýju fólki. Og því er vert að kynna til sögunnar manneskjuna sem hefur gefið mér trú aftur á ástina og kærleikann. Hann hitti ég þann 29. desember þegar ég fyrir tilstuðlan mágkonu minnar lét til leiðast að fara á kaffihús.
Og svoleiðis gerast hlutirnir þegar maður á minnst von á þeim......Búummmmm..........
Hann kom og sinnti mér þegar ég lá hér eftir spítalavistina, dekraði við mig hægri vinstri, færði mér morgun mat í rúmið og gaf mér hring á konudaginn. Jeminn.....ég varð nú bara dáldið feiminn, hafði aldrei upplifað svona áður. En ég naut þess og það er það sem maður á að gera, njóta þess að vera til og deila lífinu með þeim sem manni þykir vænt um. Hann bíður núna eftir því að ég komi suður og ætlar með mig í Bláa Lónið og svo út að borða. Flugið er kl. 14:50 í dag og viðrar ágætlega til flugs. En ég hef sjaldan verið eins glöð og ánægð með lífið því ég vissi ekki að til væru menn eins og hann.
Þetta er hann Birgir.
10 Comments:
At 7/3/08 5:07 e.h.,
Nafnlaus said…
Mikið er ég glöð að lesa þetta, þú átt þetta skilið :-)
Haltu áfram á sömu braut.
At 7/3/08 5:45 e.h.,
Nafnlaus said…
Til hamingju með allar þessar ótrúlega jákvæðu breytingar. Og skilaðu kveðju til Birgis frá mér og óskaðu honum innilega til hamingju með að hafa hitt þig!
At 7/3/08 9:58 e.h.,
Nafnlaus said…
til hamingju með þetta :D
At 7/3/08 10:24 e.h.,
Nafnlaus said…
Til hamingju með Birgi og nýjan kafla. Njóttu þess að hlúa að því góða. Það er gott að vera elskuð. Kær kveðja Gulla Hestnes
At 7/3/08 11:34 e.h.,
Nafnlaus said…
samgleðst þér mín kæra:)
At 8/3/08 2:15 e.h.,
Nafnlaus said…
;)
Hulda H.
At 8/3/08 3:45 e.h.,
Ameríkufari segir fréttir said…
Ég er svo hrifnæm að ég fór bara að skæla við þessar fréttir. TIL HAMINGJU MEÐ ALLT SAMAN yndislegust. Til hamingju með að standa með sjálfri þér og segðu Birgi að hann hafi eignast fullt af nýjum vinum:)
At 8/3/08 8:22 e.h.,
Blinda said…
Dásamlegt að heyra. Húrra fyrir þér og til hamingju með hamingjuna. Áfram veginn :-)
At 8/3/08 10:16 e.h.,
Meðalmaðurinn said…
Fæ ég að sjá hann um páskana?
At 8/3/08 11:14 e.h.,
Nafnlaus said…
Ég er svo glöð að lesa þetta! til hamingju elsku besta Ingibjörg mín!!! það er svo gaman að byrja nýja kafla!!! Njótið vel :)
Kveðja, OÞ
Skrifa ummæli
<< Home