bjartsýnis blogg veikra
Alltaf þegar ég er búin að vera í bjarsýniskasti og fundist ég vera að hressast og fá fyrra þrek er mér þrykkt niður aftur og það með látum. Sviminn og þyngslin kýldu mig kalda í gær muuuuu...............
Foreldrar mínir komu í líki björgunarsveitar og komu mér heim úr vinnunni og sáu svo um börnin og gáfu þeim kvöldmat. Mamma var svo mætt hér í morgun að gefa morgunmat, útbúa nesti og keyra í skólann. Ég hef aðgang að bestu björgunarsveit í heimi.
Hef haft hægt um mig í dag en sé fram á að sumarbústaðaferðin sem við Birgir vorum búin að plana um helgina er ekki inn í dæminu, bæði vegna ástandsins á mér og svo vegna ófærðar á veginum upp að bústaðnum. Eins og mig hlakkaði til því það er langt síðan ég var í þessum frábæra bústað sem foreldrar mínur byggðu fyrir 2-3 árum hér inn í Langadal. Nú jæja það þýðir ekkert að væla yfir því, heldur reyna bara seinna.
Svo er ég búin að vera á leiðinni að hringja í doktorinn en hef mig ekki í það. Nenni þessu ekki.
Hvað á hann svo sem að segja nema það sem ég veit nú þegar. Langar bara í heilsuna mína.
Kollegi minn í Tónlistarskólanum fékk vírus í hjartað fyrir nokkrum árum og hefur aldrei borið þess bætur. Minn vírus fór reyndar ekki í hjartað á mér en við erum með svipuð líkamleg einkenni sem hún er ekki enn laus við eftir þennan tíma sem liðinn er frá því hún veiktist.
Ég er samt bjartsýn á að þetta lagist og ég fái fullan bata. Í því felst jú að vera þolinmóð og það kann ég, allavega svona stundum.
Læt hér fylgja með mynd af bústaðnum í Langadal sem enn hefur ekki fengið neitt nafn.

6 Comments:
At 4/4/08 3:55 e.h.,
Ameríkufari segir fréttir said…
Afhverju heitir þessi bústaður ekki Bjartibær? Það virðist vera svo bjart yfir öllu þarna:)
Ég vona svo innilega að þú fáir heilsuna þína aftur, ég veit að þetta hljómar asnalega og segir lítið líka, en ég virkilega vona það og hugsa oft til þín.
At 4/4/08 11:20 e.h.,
Nafnlaus said…
Tek heilshugar undir með Ameríkufaranum. Farðu vel með þig og reyndu allt sem hægt er til að ná þér. Heilsan er allt. Kær kveðja. Gulla Hestnes
At 5/4/08 9:52 e.h.,
Nafnlaus said…
ósköp er að heyra, sendi batnkveðjur og hlýja strauma..
At 8/4/08 3:38 e.h.,
Halldís said…
ekki nógu gott Ingibjörg mín. Hvenær kemuru aftur til köben?
At 9/4/08 11:03 f.h.,
Nafnlaus said…
Hvernig er heilsufarið, eitthvað betri? Kær kveðja. Gulla Hestnes
At 9/4/08 1:25 e.h.,
Syngibjörg said…
takk fyrir kæru bloggvinkonur að hugsa svona til mín:O)
já ég er öll að koma til þrátt fyrir að vetur konungur heilsi hér með látum og minni mann á að maður býr hér á hjara veraldar.
Skrifa ummæli
<< Home