Lítið en samt svo stórt
Upp á síðkastið hef ég mikið hugsað um það hvað litlu hlutirnir í lífinu skipta okkur miklu máli í samskiptum okkar við hitt kynið. Þeir eru oft límið sem heldur okkur saman í erli dagsins. Og það er svo sannarlega gæfa þegar maður kynnist slíku eðaleintaki af manni sem hefur skynbragð á það hvað þessir hlutir eru mikilvægir. Einhvernveginn er það ekki sjálgefið og misjafnt eftir fólki hvað svona dekur er því mikilvægt en öll höfum við þörf fyrir að okkur sé sýnd væntumþykja. Hana má nefnilega sýna á svo margan hátt, og sú sem hefur mest áhrif á okkur þarf ekki endilega að innihalda 20 rósir og demantshring heldur felst kannski í því sem okkur finnst ofur hversdagslegt eins og þrif á bílum. Það gleður mitt litla hjarta til dæmis óskaplega að vita að þegar ég kem til Reykjavíkur á morgun er búið að þrífa bílinn minn að utan sem innan, skipta frá vetrardekkjum yfir á sumardekk, kaupa hjólkopp hjá Valda koppasala í stað þess sem týndist á Þorskafjarðarheiðinni og já kaupa eitt nýtt sumardekk, allt í boði Birgis. Á meðan keyri ég um á hans bíl hér fyrir vestan og hef bara þurft að skola af honum rykið.
Þegar ég kom í heimsókn í Skipasundið í fyrsta sinn var þetta í ískápnum;
- soja ostur
- soja mjólk
- fillipo berio ólívuviðbit
- sulta
- lime breezer
og í frystinum voru
- speltbollur
- speltbrauð
jú það var tekið eftir því að konan sem var að koma í heimsókn var með fæðuofnæmi
og menn bara gerðu ráðstafanir.
Ég gleymi aldrei tilfinningunni sem ég fann þegar ég uppgötvaði þetta.
Þegar ég kom í heimsókn í Skipasundið í fyrsta sinn var þetta í ískápnum;
- soja ostur
- soja mjólk
- fillipo berio ólívuviðbit
- sulta
- lime breezer
og í frystinum voru
- speltbollur
- speltbrauð
jú það var tekið eftir því að konan sem var að koma í heimsókn var með fæðuofnæmi
og menn bara gerðu ráðstafanir.
Ég gleymi aldrei tilfinningunni sem ég fann þegar ég uppgötvaði þetta.
9 Comments:
At 23/4/08 6:55 f.h.,
Kristín said…
Flott hjá Birgi.
Ég myndi henda manninum mínum út ef hann kæmi með demantshring heim handa mér.
At 23/4/08 8:19 f.h.,
Syngibjörg said…
;) Kristín...heheh...
At 23/4/08 8:43 f.h.,
Nafnlaus said…
æði :D
At 23/4/08 9:48 f.h.,
Harpa Jónsdóttir said…
Flott hjá honum!
At 23/4/08 11:16 f.h.,
Nafnlaus said…
Hvar fannstu eiginlega þennan mann?? Þvílíka snilldin. Ertu búin að fletta upp í ísl orðabók hvað Birgir þýðir?
Kv, Jóna
At 23/4/08 4:32 e.h.,
Syngibjörg said…
Nei Jóna ég er reyndar ekki búin að því en ætti kannski að gera það svona við tækifæri:O)
At 23/4/08 7:12 e.h.,
Blinda said…
Þú ert heppin kona og hann enn heppnari :-)
At 23/4/08 11:52 e.h.,
Nafnlaus said…
Þetta er fallegt. Kveðja úr Hornafirði.
At 24/4/08 8:13 f.h.,
Nafnlaus said…
samgleðst samgleðst:)
og gleðilegt sumar!
Skrifa ummæli
<< Home