Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, apríl 18, 2008

:O)

Og auðvita fór það eins og ég spáði.
Er þjökuð af harðsperrum hehehe......

Snáðinn minn hefur legið heima alla vikuna með hlaupabóluna.
Hann er ein bóla krakkinn. Honum finnst það svo óréttlátt
því það er bongó blíða úti og hann alveg tilbúinn að fara út að hjóla.
Stendur núna í forstofunni og er búinn að setja á sig hjólaskautana
og ég búin að opna út á svalir afþví mamma þá er eins og ég sé úti
eins og hann komst að orði.

Og svo er aftur komin helgi og maður spyr sig hvert fór allur tíminn í vikunni sem leið??
En það er komið hið langþráða vor eftir einn erfiðasta vetur sem ég hef upplifað.
Og sólin hefur skinið á okkur alla vikuna, og verður víst í því hlutverki fram yfir helgi.

Mikið óskaplega er það nú yndislegt.

3 Comments:

  • At 18/4/08 4:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    æ, greyskinnið. ótrúlega leiðinlegt að hanga inni þegar vorið bankar á dyr.

    vona að honum sé batnað núna.

     
  • At 18/4/08 6:13 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    hann er allur að hressast og kemst vonandi út á morgunn enda spáin góð.

     
  • At 19/4/08 10:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já, tíminn flýgur, en vorið er svo sannarlega á næsta leiti, og vonandi er stráksi kominn út í blíðuna. Segi þér svo fréttir af landsmóti. Fúlt að þú skulir verða fjarri góðu gamni. Gulla Hestnes

     

Skrifa ummæli

<< Home