Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, apríl 14, 2008

ferðalagið

Helgin gekk einhvernvegin svona fyrir sig;

hitti Birgi í Staðarskála eftir rúma 3ja tíma keyrslu, fór fetið á Steingrímsfjarðarheiðinni vegna skafrennings og lélegs skyggnis og þurfti svo að fara fyrir Reykjanesið því Kleifin var lokuð.Og vegurinn þar er ekkert annað en horror - horribilis

fengum okkur íslenska kjötsúpu í Staðarskála áður en við lögðum í hann norður á Akureyri enda ég orðin ansi hungruð eftir alla keyrsluna

komum um miðnætti til Bryndísar systur Birgis og þá var gott að fá eitt rauðvínsglas og spjall svona fyrir svefninn

eftir góða sundferð og dorm í heita potti sundlaugar Akureyrar á laugardeginum var farið í heimsóknir og heilsað upp á góðar konur sem höfðu ekki séð mig fyrr.

boðið var upp á guðdómlegt grillað lambalæri og tilheyrandi meðlæti hjá Bryndísi um kvöldið. En svo var komið að tónleikunum

Þursaflokkurinn var hreint út sagt brjálað. Þeir voru í svo miklu stuði og bara svo flottir karlarnir að það var ekki annað hægt en að hrífast með í taktinum og dilla sér smá

á sunnudaginn brunuðum við í Aðaldalinn, drukkum kaffi og meððí hjá presthjónunum á Grenjaðarstað, heyrðum kórinn hennar Gróu syngja og fengum kaffi hjá henni áður lagt var af stað heim

þegar ég skreið hér inn heima í nótt um eitt leytið taldist mér til að ég hefði lagt að baki um 700 km. á einum degi.

Er smá svona dofin í dag, en það er allt í lagi því þetta var frábær helgi.

7 Comments:

  • At 14/4/08 1:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott að allt gekk vel. Kysstirðu Gróu frá mér? Kveðja, Gulla Hestnes

     
  • At 14/4/08 7:09 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Hæ Gulla, ég sá skilaboðin frá þeir aðeins of seint:O( svo ég verð að skila þessum kossi þegar ég hitti hana næst.

     
  • At 14/4/08 8:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Komdu blessuð og sæl. Þegar ég las kveðjuna þína á síðunni minni áðan þá næstum hló ég upphátt því mér finnst svo sniðugt hvernig þetta hittir á. Ég var nefnilega rétt ekki farin að gera vart við mig hjá þér eftir spjallið við Mjöll í gærkvöldi. Þetta sem þú nefnir er nefnilega ekki allt; ekki bara þekkjum við báðar þetta fólk, heldur er elsti sonur þinn töluverður frændi minn! Hún Amma Sigga (ömmusystir mín) á Húsavík var langamma hans:-) Þar með er líka Búbbi prentari föðurbróðir minn, Ég bjó á Ísafirði í 6 eða 7 ár og eignaðist þar tvo yngri syni mína o.s.frv! Ég rambaði inn á þína síðu einhvern tíma út frá síðunni hennar Fríðu systur sem vel að merkja heitir eftir Arnfríði ömmu á Ísafirði. Bestu kveðjur.

     
  • At 14/4/08 8:32 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Ja hér...þá er ég líka að kenna með henni Fríðu frænku þinni, dóttur Búbba. Ég ólst upp í sömu götu og Búbbi og Marta og amma mín og afi, Eyja og Guðmundur, bjuggu í húsinu á milli okkar.
    Já og þú hefur kveikt á að Daði Már ( minn elsti) væri frændi þinn.Skeeeeemtilegt!!!

     
  • At 14/4/08 9:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Og er ekki Ella konan hans Einars frænda að kenna ennþá?

     
  • At 14/4/08 10:28 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    jú jú það er hún, og ég er líka að kenna með henni í Tónlistarskólanum á Ísafirði.

     
  • At 15/4/08 8:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    þetta er eins og ættarmót;) gaman að því!

    sendi hlýjar kveðjur að sunnan mín kæra.

     

Skrifa ummæli

<< Home