Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, maí 20, 2008

þessir dagar

Ég er hér stödd inn í miðri hringiðu tónleika, prófa, umsagna og frágangs.
Að baki eru 7 tónleikar og 2 framundan.
Allt hefur gengið þrusuvel.
Smá þreyta samt farin að gera vart við sig.
Vöðvabólgan bankar frekjulega á axlirnar og hálsinn.
En eins og alltaf líður tíminn og áður en ég veit er komið
langþráð sumarfrí.

Ýmislegt verður gert í þessu fríi.
Efst á mínum lista er að njóta.
Njóta náttúrunnar, samverunnar við hvort annað
og barnanna.

Væri annars alveg til í au pair þessa dagana.
Þar sem ekki gefst tími til að taka hreina leirtauið
út úr vélinni hrúgast skítugt upp í vaskinum.
Á borðstofuborðinu er HAUGUR af samanbrotnu taui
sem á eftir að fara á sinn stað.
Og skrifborðið mitt er í tómu tjóni.
Allt bókstaflega á rúi og stúi og þar ægir öllu saman.

Ég er nú samt syngjandi sæl og glöð - tek á þessu þegar ég hef tíma.

4 Comments:

  • At 20/5/08 11:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sama hér mín kæra, en manstu þegar þú tókst allt nótnasafnið í nefið og gekkst frá? Nú þarf að að gera þetta aftur. Viltu vera memm?! Kveðja út hornfirskum bæ.

     
  • At 20/5/08 11:29 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    hahah Gulla já ég man....og ég skal vera memm.

     
  • At 21/5/08 9:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ruslið bíður þolinmótt eftir þér, hafðu ekki áhyggjur af því..

     
  • At 21/5/08 9:19 f.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Einmitt - draslið fer ekkert, það er óþarfi að hafa áhyggjur af því. Gangi þér vel í restinni af törninni!

     

Skrifa ummæli

<< Home