Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, júní 03, 2008

komin í fríið

Loksins loksins tókst mér að koma öllum nótunum fyrir í eitt flott nótnasafn í skólananum, keypti möppur, harða vasa, og sorteraði þannig að allt er núna klárt og komið á sinn stað. Alveg dásamleg tilfinning að opna skápana núna og horfa á.
Þetta leit ekki vel út þegar ég var búin að breiða úr mér í stofunni minni og nánast betrekkja hvert einasta borð með nótnablöðum og kennsluefni. En svo hakkaði ég mig í gegnum þetta smám saman og tókst í dag að ljúka þessu.

Við erum núna komin í frí ég, Brynja og Hlynur fram í ágúst og við tekur fótbolti og námskeið af ýmsu tagi ásamt ferðalögum og kósýheitum heima fyrir. Sumarleikirnir í garðinum eiga sér enn tilveruvist því börnin eru úti allan guðslangann daginn og gleðin náði hámarki þegarþau fengu ósk sína uppfyllta. Það var ákveðið á húsfundi að kaupa trampólín. Þau hafa því hoppað og skoppað villt og galið í allan dag.

Hlakka til sumarsins og tímans framundan. Eftir langann og erfiðan vetur er gott að geta verið á sínum eigin hraða í tilverunni og gert það sem mann langar þann daginn.

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home