Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, maí 27, 2008

Krakkarnir í kórunum rúlluðu upp þessum tónleikum.
Barnakórinn svo tandurhreinn og brosandi sæt í sumarlegum dressum.
Stúlknakórinn flutti A Friday Afternoon eftir Benjamin Britten - öll 12 lögin og stóðu sig svo flott að ég var ákaflega stolt af þeim. Mikið afrek af ekki eldri kór en þetta aðeins 2ja ára.

Eftir tónleikana fór fjölskyldan öll sömul heim á Engjaveginn þar sem pabbi bauð í ekta íslenska kjötsúpu. Og mikið rosalega smakkaðist hún vel. Alveg passlega söltuð, ekki brimsöltuð eins svo oft vill verða.

Annars fara fram miklar umræður hér um hvaða stefnu Rokkarinn minn ætlar að taka í lífinu eftir að hann hefur fundið út að bóklegt nám í MH er ekki alveg að henta honum.

Sá á kvölina sem á völina segi ég nú bara.

5 Comments:

  • At 28/5/08 12:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta voru frábærir tónleikar. Takk fyrir mig :)

     
  • At 28/5/08 7:06 e.h., Blogger Blinda said…

    Til lukku með tónleikana. En.... Obbossí með spillemann. Minnir að hann hafi haft áhuga á að smíða....eða er það rugl?
    Tónlist og iðngrein er ekki vitlaust samspil :-) Bið að heilsa honum og vona að lausnin finnist.

     
  • At 28/5/08 7:47 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Til hamingju með tónleikana, það er svo gaman þegar vel gengur.
    Ég er viss um að sonurinn finni e-ð gott og hentugt því þú hefur áreiðanlega sáð góðum fræjum þar og það á eftir að borga sig.

     
  • At 29/5/08 9:21 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    það getur verið erfitt að finna fjölina sína, þegar maður er ungur og óráðinn.

    og mmmm...góð kjötsúpa er unaður:)

     
  • At 29/5/08 11:38 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    takk fyrir þetta.
    Ég skila kveðjunni Linda en það heufr komið á daginn að spillemann á við lestrarörðuleika að etja, lesblindu, og mikið bóknám hentar ekki alveg. Þarf að koma meira veklegt með þessu bóklega. Svo hér er haöfuðið sett í bleyti.

     

Skrifa ummæli

<< Home