Sommertime and the livin is easy

Okkar fyrsta sumarfrí saman hófst í dag.
Gerðum bara eiginlega ekki neitt.
Sem ég elska mest.
Þegar þarf ekki að gera neitt nema mann langi til þess.
Framundan er ferð norður á Akureyri á þessa hátíð.
Bendi auðvita áhugasömum á að söngdívan mín er þar að syngja.
Einnig er hægt að lesa gott viðtal við hana í helgarblaði DV.
Gönguferðin um Laugarveginn er borguð og frágengin svo það er ekki hægt að bera sig auma
og tala um aumar mjaðmir og verki í nára sökum grindargliðnunnar.
Nú verður tekið á því og ekki raus með það.
Birgir er búinn að lána mér myndavél og er meiningin að læra á hana
og koma myndum inn á vefinn og svo þetta bloggsvæði.
Það ætti nú ekki að vera erfitt að finna tíma til þess.
Ég er komin í sumarfrí - jíbbbbbíiíííííí.........
8 Comments:
At 10/6/08 10:45 f.h.,
Nafnlaus said…
Gott, gott. Kær kveðja, Gulla Hestnes
At 10/6/08 1:07 e.h.,
Ameríkufari segir fréttir said…
Veiiii, til hamingju.
Mig langar að spyrja að einu og ég vona að þú takir því ekki þannig að ég sé að hnýsast-en í sambandi við allan sviman og það sem hrjáði þig, verður ekki allt í lagi þegar þú ferð Laugarveginn?
Og annað, ef þú kemur við í Húsadal, kinkaðu þá kolli til hans og skilaðu kveðju frá mér:)
At 10/6/08 1:28 e.h.,
Harpa Jónsdóttir said…
Sumarfrí - frábært!
At 10/6/08 2:12 e.h.,
Syngibjörg said…
Takk dömur mínar.
Og Svanfríður ég tek þessu sem umhyggju fyrir mér og takk fyrir að hugsa svona fallega til mín;O)
En sviminn kemur og fer og aðallega ef mikið álag er. En núna er sumarfríið komið og ég á fullu að gera ekki neitt ,hehe...
og vona að þetta verði farið þegar haustið kemur.
Hafðu það annars gott mín kæra.
At 10/6/08 9:04 e.h.,
Ameríkufari segir fréttir said…
:) takk fyrir þetta-gott að vita.
At 10/6/08 10:51 e.h.,
Nafnlaus said…
frábært, vona að sumarfríið þitt verði rosa fínt og nægur tími gefist til að slæpast. leti og hvíld eru vanmetin fyrirbæri.
At 11/6/08 7:40 e.h.,
Blinda said…
Wunderbar! Njóttu :-)
At 11/6/08 7:40 e.h.,
Blinda said…
og til lukku með rokklinginn um daginn XXX
Skrifa ummæli
<< Home