Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, júní 16, 2008

Skógarpúkar í sumarfríi

Sumarfríið byrjaði á smá pikknikk í fjöruna í Holti.
Það var nú ekkert sérlega hlýtt en sólin skein og
krakkarnir óðu út í og bleyttu sig og þá var nú
heppilegt að mamma hafði kippt með sér handklæði
á síðustu stundu.
Hér sést gamla rafstöðin í Engidal.


Þetta bú var á sandkassalokinu á leikvellinum
sem er hjá rafstöðinni.


Bros


Daginn eftir keyrðum við til Akureyrar til að
hlýða á hana Hrund okkar syngja á Aim festival.
Hún sló auðvita í gegn og var hreint út sagt æðisleg.





Sætar systur





Það var bongóblíða á föstudeginum og tilvalið að fá sér
kaffisopa á bláu könnunni.
Brynja Sólrún , Nanna og Sigurbjörg gúffa í sig súkkalaðiköku.








sumar




Við fórum í Vaglaskóg og löbbuðum yfir þessa fallegu brú
en það eru um 100 ár síðan hún var reist.
Brynja Sólrún, Nanna og Hlynur Ingi "pósa"
fyrir myndasmiðinn.


Sæti bílstjórinn hann Birgir.





Og auðvita fær maður ís í sólinni.
Nanna og Brynja gæða sér á norðlenskum Brynju ís.




Í dag erum við í Aðaldalnum. Það er reyndar hífandi rok og kalt.
Keyrum sennilega í dag í áttina að borginnni.
Sólin fór víst þangað.


15 Comments:

  • At 16/6/08 1:33 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Sól og sumar :-)

     
  • At 16/6/08 1:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    æði! samgleðst ykkur:)

     
  • At 16/6/08 1:47 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Skemmtilegar myndir, allir svo glaðir og reifir. Til hamingju með allt!!!

     
  • At 16/6/08 9:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    já, og gleymdi að segja að þetta eru æðislegir sandalar!

     
  • At 16/6/08 11:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Kysstu Gróu. Flottir sandalar,en hvað með bleiku táslurnar? Börnin og Birgir flottust. Njóttu lífsins, Gulla Hestnes

     
  • At 17/6/08 12:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gleyma að sækja töluna sína??

     
  • At 17/6/08 1:53 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    takk elskurnar..já og bleiku táslurnar þurfti að endurnýja og rétti liturinn gleymdist heima.
    Kem með mynd þegar ég er búin að kippa því í liðinn.

    ella???? uhhh ekki alveg með á nótunum..hjálp!!!

     
  • At 17/6/08 1:53 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    takk elskurnar..já og bleiku táslurnar þurfti að endurnýja og rétti liturinn gleymdist heima.
    Kem með mynd þegar ég er búin að kippa því í liðinn.

    ella???? uhhh ekki alveg með á nótunum..hjálp!!!

     
  • At 17/6/08 2:21 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    úff las þetta pár mitt í gegn og leiðrétti allar villurnar. Held stundum að ég sé með snert af dyslexíu því ég fer yfir textann þegar ég er búin að skrifa hér inn og sá ekkert athugavert við orðalag né stafsetningarvillur.

    ésskalsegykkurða....

     
  • At 17/6/08 6:40 e.h., Blogger Halldís said…

    skemmtilegar myndir :) vodalega myndarlegt folk alltsaman!

     
  • At 17/6/08 8:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sjá færslu 156 á blogginu mínu, Þar ert þú útnefnd töluhafi aprílmánaðar og þá sagðist þú verða á ferðinni um þetta leiti og ég er búin að bíða svooo spennt:)

     
  • At 17/6/08 9:50 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    æi ella hefði nú alveg getað kíkt á þig.Mjöll var mjög upptekin og ég rétt hitti hana í 10 mín áður en hún fór út og það bara gleymdist í öllum hamaganginum að fá hjá henni hvar þig væri að finna.En....ég á alveg örugglega eftir að koma aftur fyrst ég hef þarna tvær og nú þrjár öndvegiskonur til að heimsækja.
    Læt þig vita -lofa;O)

     
  • At 18/6/08 11:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    :)

     
  • At 19/6/08 12:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Oh hvað þetta er æðislegt allt saman! Og þú svo sæt!

     
  • At 19/6/08 12:28 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    takk Guðrún Lára :O)

     

Skrifa ummæli

<< Home