Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, júlí 01, 2008

dagur eitt - laugavegurinn



Í landmannalaugum í upphafi göngunnar



Laugarvegsgangan var auðvita órtúlegt afrek.


Við gengum 70 km, en hin venjulega leið er um 60 km, og kom það til vegna þess að við höfðum svo fróðann fararstjóra sem hafði gaman af að fara með okkur svona "smá" útúrdúra. En þessir útúrdúrar voru það sem gerðu ferðina stórskemmtilega.


Á fyrsta degi er gengið um Laugahraun að Brennisteinsöldu og eru litirnir líkt og sést á þessari mynd allt um kring ásamt rjúkandi hverum.



Töluverður snjór var á leiðinni og frekar þungt að ganga því snjórinn var það mjúkur að hann gaf vel eftir. Það reyndi því dálítið á mjaðmirnar.


En það er alveg nauðsynlegt að hafa göngustafi á svona göngu því þeir létta manni vinnuna við að pækla svona í snjónum.


Fyrstu nóttina sváfum við í Höskuldsskála í Hrafntinnuskeri. Mikið ofboðslega var gott að hvíla lúin bein þó lítið hafi farið fyrir svefni þar sem ég svaf í efri koju og hrotkór allt í kringum mig.


Eitt er nauðsynlegt í svona ferð og það er að taka með sér koddann sinn. Minn varð eftir heima og það var eiginleg alveg ferlegt. Annað er að hafa lopapeysuna til að skella sér í á kvöldin svo hægt sé að fara úr flísinu og viðra hana.


Og kakó og koníak.....og mikið af því.

8 Comments:

  • At 2/7/08 5:59 f.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Velkomin heim og til hamingju með þessa göngu. Ég hef tekið á móti mörgum þreyttum ferðalanginum sem hefur farið þessa leið þannig að ég get aðeins gert mér í hugarlund ánægjuna sem hlýtur að berast um í hjarta þér:)
    Þú ert dugleg.

     
  • At 2/7/08 9:02 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    flott hjá þér:)

    ég tek líka alltaf með mér svefntöflu og eyrnatappa, þ.e. þegar til stendur að gista í skálum. get ekki sofnað í hrotukór.

     
  • At 2/7/08 10:21 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk Svanfríður:O)

    ó já Baun, eyrnatappar eru algjört möst.

     
  • At 2/7/08 11:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Frábært hjá þér að skella þér á Laugaveginn - ég öfunda þig

     
  • At 2/7/08 11:35 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þú ert hörkutól að plampa þetta, og fallegt er umhverfið. Kær kveðja, Gulla Hestnes

     
  • At 2/7/08 3:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Kannski ráð að taka með lopapeysu og koddaver sem er svo smeygt utan um hana þegar farið er í háttinn? Ein og hálf fluga í höggi.

     
  • At 2/7/08 8:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta var alveg frábært hjá þér:-) og gaman að hitta þig í Mörkinni um helgina. Það er líka hægt að fá ótrúlega sniðuga ferðakodda sem pakkast saman í ótrúlegan smáan böggul (svona svipað og svefnpoki).
    Kv.Bryndís

     
  • At 2/7/08 10:18 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    takk, takk:O)

    Bryndís,ég þarf að athuga með svona kodda, engin spurning.

     

Skrifa ummæli

<< Home