Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, júlí 24, 2008

Súru og sætu kökurnar

Búin að framkvæma lið eitt og tvö.
Er á milli liða.
Enn óvíst með ættarmótið, er í vinnslu.

Fór annars til meltingarsérfræðings í gær.
Það bættist nýtt á listann yfir það sem ég á að taka út úr fæðunni; ávaxtasykur.
Hann ku gerjast og mynda þaninn kvið sem hefur hrjáð mig síðan í vor.
Við gefum okkur einn mánuð í að kanna það og ef það er ekki orsökin þá
er ég með lyfseðil upp á sýklalyf því þá er helst að bakteríur hafi tekið sér bólfestu
í mjógörnunum.
Blóðprufa var tekin og hveitið og skjaldkirtillinn athugaður.
Bíð eftir niðurstöðum.

Lisitnn minn lítur því svona út:

Engar mjólkurvörur né neina fæðu sem innihalda mjólkurvörur.
Ekki ger (t.d. brauð, pakkamatur, súpu/kryddteningar, niðursuðuvara)
Ekki hvítt hveiti ( t.d. pasta, brauð,kökur,kruðerí og pizzza)
Ekki svínakjöt
Ekki nautakjöt
Ekki ávaxtasykur, ss ENGA ÁVEXTI.

Mig langaði nú bara að leggjast í gólfið og grenja í gær.
Í ávöxtum og sérstaklega ferskum ananas er melitingarenzím og það eru þau sem mig skortir,
já nú er bleik brugðið.

Sem betur fer á ég góða vini sem hringja í mig og lesa fyrir mig mataruppskriftir áður en þeir bjóða mér í mat.
Það gerir þetta allt aðeins bærilegra.

ps. hvet ykkur til að LESA innhaldslýsingar á matvörum.
MJÖÖÖÖÖG fróðlegt.

11 Comments:

  • At 24/7/08 1:22 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Hvað máttu þá borða?

     
  • At 24/7/08 1:28 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Það er von þú spyrjir.
    Grænmeti, kjúkling, lambakjöt í hófi þó, sojaost og sojamjólk og ólívuviðbit. Nota kókósmjólk í staðinn fyrir matreiðslurjóma.
    Fékk mér hafragraut í morgun með hrísmjólk og á svo fjallagrasabrauð sem er úr spelti og lyftidufti. Já já þetta hefst allt saman en mikilli þolinmæði, hleyp ekki út í sjoppu og kaupi mér samloku skinku, osti og ananas heheh......

     
  • At 24/7/08 2:42 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Gott samt að sjá hversu vel þú tekur þessu þó svo að í fyrstu hljóti þetta að vera erfitt. Það ímynda ég mér allavega. Gangi þér vel og vonandi fer þér að líða skár.

     
  • At 24/7/08 2:57 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk Svanfríður:O)
    ristil og magavandamál hafa fylgt mér frá blauta barnsbeini, er því komin í þrusu þjálfun að finna út hvað ég má borða. En stundum langar mig bara að panta mér pizzu og vera eins og hinir en hún er algert eitur fyrir mig; hveiti, ger og ostur....Muuuuu.........en ég kann að baka ljúffenga pizzu og er orðin sjóuð í að finna út hvað ég get sett í staðin fyrir það sem ekki hentar mínum mallakút.

     
  • At 24/7/08 8:06 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Ristilvandamál hafa fylgt mér líka frá því að ég var barn og finn ég hvar ég fæ í magann við gerinntöku. Borða því varla orðið pizzu og bjór er ég hætt að snerta. Ég samt stend mig ekki í að borða hárrétt og það er ég veit ekki, leti kannski.

     
  • At 24/7/08 9:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það er aldeilis Ingibjörg mín, þetta er sko örugglega ekki gaman né auðvelt. Þú átt alla mína samúð. Hvað með rauðvínið?!?
    Ég ætlaði að fara að senda þér uppskriftina en fann ekki mailið þitt, viltu senda mér það.
    Gangi þér allt í haginn.
    Bk. OÞ.

     
  • At 24/7/08 9:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    úff!! hrikalegt er að heyra þetta, voðalega er hann kresinn mallakúturinn þinn.

     
  • At 25/7/08 12:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þú ert ótrúlega dugleg, ég veit að þetta er ekki auðvelt.

     
  • At 25/7/08 12:38 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk elskurnar;O)

    Jóna já þú veist svo sannarlega hvernig þetta er. Vona að allt gangi vel á ykkar bæ og allir séu hressir og glaðir.

     
  • At 28/7/08 3:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ skvís!
    Jæja, gott að sjá að þú ert Á LÍFI! Búinn að senda svoooo mörg email og skilaboð til þín mín kæra, hélt þú værir gufuð upp!
    Ertu semsagt að koma til Köben?
    Kveðja frá einum sem finnst voðalega gaman þegar fólk svarar emailum :) :) :) :)
    Knús úr sólinni!
    Gísli,x

     
  • At 28/7/08 7:31 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Heyrðu, varstu búin að ná þér í nýjustu bókina eftir Marian Keyes vinkonu okkar?

     

Skrifa ummæli

<< Home